miðvikudagur, júlí 26, 2006
Fyrirsætur heimskunnar!

Ég fór strax að velta fyrir mér til hvers heimskan þyrfti fyrirsætur...
Fjölskyldan fór í fyrsta sameiginlega línuskautaleiðangur sinn í gærkvöld. Að vísu var Undrið (4) í kerru. Anna kom sjálfri sér á óvart með glæsilegum stíl og tækni í sinni fyrstu ferð á línuskautum. Við hin vissum alltaf innst inni að þetta yrði henni leikur einn. Mér þykir verst hve mikið stúss er að koma sér í tilheyrandi hlífðarbúnað og skautana sjálfa en við erum sérlega vel í sveit sett til að stunda þetta.