<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 25, 2008

Bleslinda dagsins 

Að evra eða ekki að evra - það er vafinn.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Þéttbókað vor 

Síðdegis í dag velti ég fyrir mér hvort ég færi frekar að hlusta á Sgt. Peppers í Höllinni eða Verdi Requiem í Hallgrími. Niðurstaðan varð sú að ég færi einna helst að hlýða á Húna og Björn hvar sem það gigg annars verður haldið. Sá konsert verður mest exclusive af öllum. Reyndar er búið að bóka mig óformlega sem skemmtinúmer á árshátíð hjá Hestamannafélaginu Trausta í apríl, en það er eingöngu vegna þess að formaður skemmtinefndar er í atriðinu og atriðið hefur enn ekki verið æft. Því miður er hætt við að dyggir aðdáendur komist ekki á öll þrjú atriðin sem verða vægast sagt hvert af sínum toga, ef fer sem horfir (og auðvitað er ég ekki í Sgt. Peppers.) Sá geiri hefur ekki uppgötvað mína list og því kem ég fram ókeypis enn sem komið er. Hvað sem þessu líður verður að viðurkennast að Verdi er meiri gæsahúð en ég átti von á. 100 mínútur af Sálumessu á 4000 kall er vel sloppið ef fólk á annað borð kann að meta flotta tónlist. Ég get tekið niður pantanir v. 5. apríl en miðaframboð er víst takmarkað og ómögulegt að lofa neinu. Meanwhile verður almúginn að sætta sig við Sgt. Peppers og útvaldir við Húna og Björn v.2008. Það verður rosalegt! Nýju lögin verða í minnum höfð - ekki spurning! Svo kemur bara í ljós með hestamennina...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?