<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 26, 2010

Alpagrey(n) 

Það er einkennilegt að vega og meta skíðaferð norður í land - þar sem ég mun stíga á skíði í fyrsta sinn að margra mati. Þetta er að vísu misskilningur þar sem á mig uxu skíði þegar árið 1986 er ég bjó í einu af heimsins bestu skíðagönguhéruðum - Heiðmörk í Noregi. Fyrstu skíðin náði ég að brjóta en á enn par nr. 2 - og skórnir passa svona ljómandi vel.

Fyrsta skíðaferðin mín á ævinni endaði með því að annað skíðið datt af og rann út í sjó og týndist að eilífu. Önnur skíðaferðin hótar að byrja á því að allir á svæðinu grenji úr hlátri yfir því hvað ég er lélegur. Við sjáum til með það... Ég er á flottustu skíðunum - þökk sé velviljuðum grönnum. Allur skíðabúnaður er klár en þá gerir veðrið hér sunnanlands allt í einu uppreisn. Þetta endar samt farsællega, án beinbrota og með hæfilegum hlátri því ég hef trú á að mitt fólk búi yfir nægilegri reisn til að fagna því hve ég mun standa mig vel í norðlenskum brekkum.

Samt er ég meira Norrænn en Alpa - það er í eðlinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?