mánudagur, september 29, 2003
Reiðufé skitið á öskuhaugunum
Eftir hræringarnar á fjármálamarkaði undanfarið kom mér ekki á óvart að sjá ofangreinda fyrirsögn í Fréttablaðinu um daginn. Menn hafa hagnast á fáránlegan hátt sumir og hví skyldi ekki einhver taka uppá því að skíta reiðufé á þessum síðustu og verstu. Svo fór ég að lesa betur og þá kom í ljós að fyrirsögnin var: "Riðufé skotið á öskuhaugunum." Ekkifrétt.
Þegar Snillingurinn (4) kom í heiminn var Messías í gangi í spilaranum á skurðstofunni. Undrið (1) birtist við undurblíða tóna Chopin, Nocturnur ef ég man rétt. Óskalag þess fyrrnefnda á 3. ári var Hallelúja úr Messíasi en að öðru leyti hef ég enga tengingu greint. Börn eru sem sagt ekki endurómur þeirrar tónlistar sem spiluð er þegar þau koma í heiminn. Margir fegnir að heyra þetta...
Það var annars pizzugerðardagur á heimilinu og þá er hátíð. Öllum finnst heimapizzan best. Þetta er undurljúft gaman allt saman. Sósu- og deiggerð tekur varla meira en kortér, sem sagt hægt að gera þetta í hálfleik sé maður að horfa á fótbolta. Svo er náttúrulega nautn að finna ilminn af öllusaman breiðast um húsið meðan þetta mallar sinn gang. Önnur korterstörn fer í að saxa niður áleggið og rúlla út deiginu, en galdurinn er í smáatriðunum og þau eru hluti af persónuleika pizzugerðarmannsins, verða ekki kennd eða numin en skila sér ef rétt er að farið.
Snillingurinn (4) minntist snöggvast kurteislega á eftirmat þegar pizzumáltíð var að ljúka og varð það til þess að Undrið (1) þaut af stað snarlega í átt að frystikistunni með fagnaðarlátum sönglandi "ÍS, ÍS". (Hún segir jú hvergi s nema í matartengdum orðum, t.d. ís, djús og ananas.) Þetta er talið til marks um að áfanga sé náð í málþroska og kemur ekki á óvart að sá áfangi tengist matarást.
Þegar Snillingurinn (4) kom í heiminn var Messías í gangi í spilaranum á skurðstofunni. Undrið (1) birtist við undurblíða tóna Chopin, Nocturnur ef ég man rétt. Óskalag þess fyrrnefnda á 3. ári var Hallelúja úr Messíasi en að öðru leyti hef ég enga tengingu greint. Börn eru sem sagt ekki endurómur þeirrar tónlistar sem spiluð er þegar þau koma í heiminn. Margir fegnir að heyra þetta...
Það var annars pizzugerðardagur á heimilinu og þá er hátíð. Öllum finnst heimapizzan best. Þetta er undurljúft gaman allt saman. Sósu- og deiggerð tekur varla meira en kortér, sem sagt hægt að gera þetta í hálfleik sé maður að horfa á fótbolta. Svo er náttúrulega nautn að finna ilminn af öllusaman breiðast um húsið meðan þetta mallar sinn gang. Önnur korterstörn fer í að saxa niður áleggið og rúlla út deiginu, en galdurinn er í smáatriðunum og þau eru hluti af persónuleika pizzugerðarmannsins, verða ekki kennd eða numin en skila sér ef rétt er að farið.
Snillingurinn (4) minntist snöggvast kurteislega á eftirmat þegar pizzumáltíð var að ljúka og varð það til þess að Undrið (1) þaut af stað snarlega í átt að frystikistunni með fagnaðarlátum sönglandi "ÍS, ÍS". (Hún segir jú hvergi s nema í matartengdum orðum, t.d. ís, djús og ananas.) Þetta er talið til marks um að áfanga sé náð í málþroska og kemur ekki á óvart að sá áfangi tengist matarást.
sunnudagur, september 28, 2003
Af frægu fólki og ríku
Einn af kostunum við að búa hér í hverfinu er að maður getur fylgst allvel með tískunni hvað sumt varðar. Til dæmis hvaða bílar eru flottastir hverju sinni. Maður veit að nágrannarnir eru sæmilega akandi þegar Snillingurinn (4) getur greint undirtegundir Porsche eftir hljóði þegar grannarnir aka hér hjá: "Porsche Carrera!"
Honum finnst ágætt að heimilisbílarnir væru að komast á bílprófsaldurinn sjálfir því að þá þyrftum við foreldrarnir ekki að hafa áhyggjur af akstrinum lengur.
Annars er sérstakt að foreldrarnir eru sennilega verst akandi pakkið í hverfinu meðan snáðinn er best akandi gaur á sínum happdrættisvinningi.
Páfinn eða Pele er spurning sem stundum er velt upp hér á heimilinu í metingi um hvort okkar hjóna hafi nú hitt heimsfrægari náunga. Þeir voru báðir á topp 10 listanum sem ég sá fyrir nokkrum árum og ég man hreinlega ekki hvor talinn var vera þekktari. Hún afhenti páfa blóm eða bók eða eitthvað, en Pele afhenti mér viðurkenningu. Þar liggur munurinn. Annars er Pele víst til í að mæta við opnun umslags bara ef hann fær nógu vel borgað fyrir. Auðvitað var miklu flottara þegar ég lék lífvörð Kim Larsens á stórtónleikum í Kaplakrika um árið. Stóð sveittur við sviðið og varnaði því að brjálaðir aðdáendur réðust hreinlega á kappann.
Austur-Indíafjelagið féll af úrvalslistanum við nýlega heimsókn í tilefni búskaparafmælis. Þar var svosem gott að borða eins og fyrri daginn en: Maður var hálfpartinn að búast við skriðdreka gegnum vegginn á hverri stundu, slík voru lætin frá bíóinu við hliðina. Síðan var muzakkið sem var í gangi alltof nútímalegt og vestrænt, hávaðinn frá grannborðum feikilegur, og loks virtist sem reyksvæðið væri flutt til eftir því hvar var laust og hvort fólk reykti. Nei, þetta var ekki ímyndun. Þeir viðurkenndu að þetta færi eftir aðstæðum hverju sinni! Sem sagt maður getur búist við því að lenda í því að reykt væri á öllum borðum kringum mann.
Honum finnst ágætt að heimilisbílarnir væru að komast á bílprófsaldurinn sjálfir því að þá þyrftum við foreldrarnir ekki að hafa áhyggjur af akstrinum lengur.
Annars er sérstakt að foreldrarnir eru sennilega verst akandi pakkið í hverfinu meðan snáðinn er best akandi gaur á sínum happdrættisvinningi.
Páfinn eða Pele er spurning sem stundum er velt upp hér á heimilinu í metingi um hvort okkar hjóna hafi nú hitt heimsfrægari náunga. Þeir voru báðir á topp 10 listanum sem ég sá fyrir nokkrum árum og ég man hreinlega ekki hvor talinn var vera þekktari. Hún afhenti páfa blóm eða bók eða eitthvað, en Pele afhenti mér viðurkenningu. Þar liggur munurinn. Annars er Pele víst til í að mæta við opnun umslags bara ef hann fær nógu vel borgað fyrir. Auðvitað var miklu flottara þegar ég lék lífvörð Kim Larsens á stórtónleikum í Kaplakrika um árið. Stóð sveittur við sviðið og varnaði því að brjálaðir aðdáendur réðust hreinlega á kappann.
Austur-Indíafjelagið féll af úrvalslistanum við nýlega heimsókn í tilefni búskaparafmælis. Þar var svosem gott að borða eins og fyrri daginn en: Maður var hálfpartinn að búast við skriðdreka gegnum vegginn á hverri stundu, slík voru lætin frá bíóinu við hliðina. Síðan var muzakkið sem var í gangi alltof nútímalegt og vestrænt, hávaðinn frá grannborðum feikilegur, og loks virtist sem reyksvæðið væri flutt til eftir því hvar var laust og hvort fólk reykti. Nei, þetta var ekki ímyndun. Þeir viðurkenndu að þetta færi eftir aðstæðum hverju sinni! Sem sagt maður getur búist við því að lenda í því að reykt væri á öllum borðum kringum mann.
laugardagur, september 27, 2003
Flúðum
Já, endurtókum síðbúið frí að Flúðum - að þessu sinni um hálfum mánuði seinna en í fyrra og þótt ekki tækist að ná sömu blíðu og þá var þetta kærkomið. Sami bústaður og allt og mikið golfað og talsvert pottað. Ég stóð sjálfan mig að því að lesa bækur af áfergju í tölvuleysinu.
Á bakaleiðinni var haldið til fundar við leikskóla Snillingsins (4) á Þingvöllum, Tóta bauð í kaffi og spjall, og m.a.s. tókst að ná smásnjóföli á Lyngdalsheiðinni.
Áður en gleymist er rétt að koma að nýjustu misheyrnum ofangreinds Snillings (4), en þess ber að geta að hann var hálfheyrnarlaus á þessum tíma í fyrra vegna vökva í eyra og má e.t.v. skrifa þær á það illa ástand: Rætt var um þá áráttu fugla að flýja Ísland á haustin og fara til annarra landa. Snillingi (4) fannst kríur vera kjánar að fara alla leið til Suðurskautslandsins og spurði af því tilefni: "Af hverju fara þær ekki til Eyrnastappa?" Eyrnastappi þessi mun vera Arnarstapi sem kom við sögu í einni fjölmargra framhaldssagna af ævintýrum Tótu Toyotu og Nonna Nissans, en þar kom vissulega fram að Arnarstapi væri mikil fuglaparadís. Hitt var ekki síðra en þá var hann að syngja um Bjössa nokkurn sem ekur eins og ljón og tilgangurinn var að stríða pabba sínum. Lokalínan í viðlaginu var sem sagt: "Hann Bjössi pennagaur!" Konan spurði mig af þessu tilefni hvort ég vildi heldur vera kvennagull eða pennagaur... Ja, hvað getur maður sagt.
Á bakaleiðinni var haldið til fundar við leikskóla Snillingsins (4) á Þingvöllum, Tóta bauð í kaffi og spjall, og m.a.s. tókst að ná smásnjóföli á Lyngdalsheiðinni.
Áður en gleymist er rétt að koma að nýjustu misheyrnum ofangreinds Snillings (4), en þess ber að geta að hann var hálfheyrnarlaus á þessum tíma í fyrra vegna vökva í eyra og má e.t.v. skrifa þær á það illa ástand: Rætt var um þá áráttu fugla að flýja Ísland á haustin og fara til annarra landa. Snillingi (4) fannst kríur vera kjánar að fara alla leið til Suðurskautslandsins og spurði af því tilefni: "Af hverju fara þær ekki til Eyrnastappa?" Eyrnastappi þessi mun vera Arnarstapi sem kom við sögu í einni fjölmargra framhaldssagna af ævintýrum Tótu Toyotu og Nonna Nissans, en þar kom vissulega fram að Arnarstapi væri mikil fuglaparadís. Hitt var ekki síðra en þá var hann að syngja um Bjössa nokkurn sem ekur eins og ljón og tilgangurinn var að stríða pabba sínum. Lokalínan í viðlaginu var sem sagt: "Hann Bjössi pennagaur!" Konan spurði mig af þessu tilefni hvort ég vildi heldur vera kvennagull eða pennagaur... Ja, hvað getur maður sagt.
sunnudagur, september 21, 2003
Boltinn
..og okkar menn komust yfir á lokamínútunni. En þá birtist á seinustu mínútu aukatíma markmaður andstæðinganna og skallaði glæsilega í bláhornið og jafnaði. Sá var fyrrum markmaður okkar manna...
Einhvern veginn svona hefði þetta átt að vera í lokaumferðinni hér en gerðist hins vegar sannarlega í gær þegar Derby og Sunderland áttust við.
Maður fékk þó einstaklega ljúfan glaðning sem FHingur í Vesturbæ. Verður nú hægt að pirra fólk vel og lengi með því einu að segja 7-0! Næst þegar tengdafólkið verðum við með brúnköku feðgarnir og á henni mun verða skreytingin 7-0. Ég hyggst kenna Undrinu (1) að söngla "sjö núll" með sínu lagi.
"Hvað er klukkan?"
"7 - núll eitthvað..."
Mörg afbrigði í stöðunni.
Verst hvað ég er ónýtur orðinn að stríða.
Nákvæmlega núna eru fótboltamenn víða að kneyfa úr könnum sínum og sennilega er ekkert gaman hjá meisturunum en þeir sem naumlega féllu ekki geta kæst.
Líklega fór ég oftar upp um deild á ferlinum en niður - örugglega reyndar, en einmitt um þessar mundir eru 20 ár síðan Skallarnir komust í 2. deild eftir mikið stapp og málaferli, sennilega þau mestu í íþróttasögu Íslands. Kært og áfrýjað hægri, vinstri og allt vitlaust. Ekki hægt að spila úrslitaleiki um sigursæti í deildinni fyrr en um miðjan október!
Einhvern veginn svona hefði þetta átt að vera í lokaumferðinni hér en gerðist hins vegar sannarlega í gær þegar Derby og Sunderland áttust við.
Maður fékk þó einstaklega ljúfan glaðning sem FHingur í Vesturbæ. Verður nú hægt að pirra fólk vel og lengi með því einu að segja 7-0! Næst þegar tengdafólkið verðum við með brúnköku feðgarnir og á henni mun verða skreytingin 7-0. Ég hyggst kenna Undrinu (1) að söngla "sjö núll" með sínu lagi.
"Hvað er klukkan?"
"7 - núll eitthvað..."
Mörg afbrigði í stöðunni.
Verst hvað ég er ónýtur orðinn að stríða.
Nákvæmlega núna eru fótboltamenn víða að kneyfa úr könnum sínum og sennilega er ekkert gaman hjá meisturunum en þeir sem naumlega féllu ekki geta kæst.
Líklega fór ég oftar upp um deild á ferlinum en niður - örugglega reyndar, en einmitt um þessar mundir eru 20 ár síðan Skallarnir komust í 2. deild eftir mikið stapp og málaferli, sennilega þau mestu í íþróttasögu Íslands. Kært og áfrýjað hægri, vinstri og allt vitlaust. Ekki hægt að spila úrslitaleiki um sigursæti í deildinni fyrr en um miðjan október!
föstudagur, september 19, 2003
Bækur
Þegar frúin flutti til mín kom í ljós að ein var sú bók (fyrir utan námsbækur), The Food Pharmacy, sem við áttum bæði og raunar einn geisladiskur, Mi Tierra með Gloriu Estefan. Ég er hættur að kaupa bækur nema fyrir börnin. Tólf ár á bókasafni breyttu engu um það. En samt safna ég nótum ef einhver þarf að losna við nótnabækur...
Það er unun að fara á bókasafn og börnunum finnst það líka. Hillupláss fyrir bækur á heimilinu er uppurið og maður er alltaf á leiðinni að grisja. Hér væri hægt að bjóða upp á nýjan rétt í matinn á hverjum degi í ein 11 ár með því að fara skipulega gegnum matreiðslubækurnar og sennilega væri hægt að bjóða upp á nýja dinnermúsík með hverjum réttanna ef sama væri gert við nótnasafnið.
Þær eru nokkrar furðulegar í hillunum: "Reicht Euch die Hände" er til dæmis austurþýsk nótnabók frá 1951 með ódauðlegum verkum á borð við "Stalin mit uns!" og "Morgenlied des Traktoristen." Aðra austurþýska á ég geysiítarlega handbók um knattspyrnuþjálfun. Furðulegasta matreiðslubókin er hins vegar "dalmatinska kuhinja" með uppskriftum frá Bosníu/Herzegovinu á serbo-króatísku. Auðvitað fékk ég mér orðabók með en hef samt lítið notað þær.
Þegar allt kemur til alls eru ekkert margar bækur á heimilinu. Mjög lítið t.d. af skáldsögum fyrir utan gamla pocketreyfara. Annars er þetta að stofni til um mat, tónlist, Ísland og tungumál. Það segir sitt um áhugamál og bakgrunn heimilismanna.
Það er unun að fara á bókasafn og börnunum finnst það líka. Hillupláss fyrir bækur á heimilinu er uppurið og maður er alltaf á leiðinni að grisja. Hér væri hægt að bjóða upp á nýjan rétt í matinn á hverjum degi í ein 11 ár með því að fara skipulega gegnum matreiðslubækurnar og sennilega væri hægt að bjóða upp á nýja dinnermúsík með hverjum réttanna ef sama væri gert við nótnasafnið.
Þær eru nokkrar furðulegar í hillunum: "Reicht Euch die Hände" er til dæmis austurþýsk nótnabók frá 1951 með ódauðlegum verkum á borð við "Stalin mit uns!" og "Morgenlied des Traktoristen." Aðra austurþýska á ég geysiítarlega handbók um knattspyrnuþjálfun. Furðulegasta matreiðslubókin er hins vegar "dalmatinska kuhinja" með uppskriftum frá Bosníu/Herzegovinu á serbo-króatísku. Auðvitað fékk ég mér orðabók með en hef samt lítið notað þær.
Þegar allt kemur til alls eru ekkert margar bækur á heimilinu. Mjög lítið t.d. af skáldsögum fyrir utan gamla pocketreyfara. Annars er þetta að stofni til um mat, tónlist, Ísland og tungumál. Það segir sitt um áhugamál og bakgrunn heimilismanna.
fimmtudagur, september 18, 2003
Eitthvað undarlegt...
Öll mín lið í boltanum hafa unnið a.m.k. seinustu tvo leiki. Þetta veit ekki á gott. Ég held nefnilega með Þjóðverjum almennt í stórum mótum og þeir hafa bara unnið seinasta einn leik...
Það var annars skemmtilegt að komast afar vel frá fyrstu Thai-núðlutilraun minni sl. sunnudag við fögnuð allra sem fengu að njóta. Er ekki við hæfi að láta uppskriftina fljóta með? Þetta var, þrátt fyrir einkennilegt hráefni að vissu leyti, miklu betra en seinasta Nings sem hér var snætt.
1 pk 400g Thai Choice traditional noodles
hálf appelsína
þrjár bringur kjúklings (ég notaði flugvélamat hahaha)
vænn laukur
slatti af rifsberjasafti
6 sveppir
slatti af soyasósu (japanskri)
salt og pipar
múskat (rifið ca. hálf teskeið)
olía til steikingar (og smér fyrir sveppina)
Safinn er undinn úr appelsínunni og síðan er börkurinn sneiddur í hárfína strimla að mestu án innra byrðis. Laukur einnig sneiddur fínt sem og kjúllinn í strimla. Þetta þrennt er síðan brasað létt á pönnu í olíu en sveppirnir lettsteiktir í sméri. (Sveppir og smjör er regla hjá mér.)
Þegar laukurinn er orðinn mjúkur en ekki brúnaður má setja appelsínusafann útí og slatta af safti og þetta látið malla og kryddað.
Núðlurnar eru settar í vatn við suðumark og látnar damla þar í 5 mín. en síðan má setja þær útá pönnuna þegar búið er að láta renna á þær kalt og síðan afvatna í sigti. Á þetta má sulla soyasósu eftir smekk.
Sveppi setur maður útí seinast svo að sméreffektinn haldi sér.
Auðvitað má nota annað ket eða ekkert ket og bæta í grænmeti að vild (ekki hvað síst engifer og hvítlauk) en þetta vakti lukku svona og appelsínukeimurinn skilaði sér jafnvel enn betur í þeirri litlu rest sem etin var upphituð daginn eftir.
Helvítið hann Nikolaj fór að dandalast með presti í seinasta þætti seríunnar sem endursýndur var í kvöld. Af smáborgaraskap mínum nennti ég að fylgjast með þessari sápu í endursýningunni og veit svo sem hvað mun gerast í næstu syrpu sem eflaust verður sýnd í vetur. Það kemur nefnilega fram hér. En síðan hvenær hefur söguþráðurinn skipt máli í svonalöguðu?
Þær eru ekki mjög margar þáttaraðirnar sem ég hef fylgst með af ákefð gegnum tíðina en man þó eftir Flóttamanninum, Vidoq (sem búið er að filma), Twin Peaks, og Matador. Og mörg hef ég lifað góð ár án sjónvarps. Þetta var svo einfalt þegar enski boltinn var á laugardögum og gráupplagt að leggja leið sína til ömmu og afa í heimsókn, kíkja á boltann og fá síðan mat. Nú er svo mikið af þessu að maður getur ekki valið og sleppir mestöllu.
Það var annars skemmtilegt að komast afar vel frá fyrstu Thai-núðlutilraun minni sl. sunnudag við fögnuð allra sem fengu að njóta. Er ekki við hæfi að láta uppskriftina fljóta með? Þetta var, þrátt fyrir einkennilegt hráefni að vissu leyti, miklu betra en seinasta Nings sem hér var snætt.
1 pk 400g Thai Choice traditional noodles
hálf appelsína
þrjár bringur kjúklings (ég notaði flugvélamat hahaha)
vænn laukur
slatti af rifsberjasafti
6 sveppir
slatti af soyasósu (japanskri)
salt og pipar
múskat (rifið ca. hálf teskeið)
olía til steikingar (og smér fyrir sveppina)
Safinn er undinn úr appelsínunni og síðan er börkurinn sneiddur í hárfína strimla að mestu án innra byrðis. Laukur einnig sneiddur fínt sem og kjúllinn í strimla. Þetta þrennt er síðan brasað létt á pönnu í olíu en sveppirnir lettsteiktir í sméri. (Sveppir og smjör er regla hjá mér.)
Þegar laukurinn er orðinn mjúkur en ekki brúnaður má setja appelsínusafann útí og slatta af safti og þetta látið malla og kryddað.
Núðlurnar eru settar í vatn við suðumark og látnar damla þar í 5 mín. en síðan má setja þær útá pönnuna þegar búið er að láta renna á þær kalt og síðan afvatna í sigti. Á þetta má sulla soyasósu eftir smekk.
Sveppi setur maður útí seinast svo að sméreffektinn haldi sér.
Auðvitað má nota annað ket eða ekkert ket og bæta í grænmeti að vild (ekki hvað síst engifer og hvítlauk) en þetta vakti lukku svona og appelsínukeimurinn skilaði sér jafnvel enn betur í þeirri litlu rest sem etin var upphituð daginn eftir.
Helvítið hann Nikolaj fór að dandalast með presti í seinasta þætti seríunnar sem endursýndur var í kvöld. Af smáborgaraskap mínum nennti ég að fylgjast með þessari sápu í endursýningunni og veit svo sem hvað mun gerast í næstu syrpu sem eflaust verður sýnd í vetur. Það kemur nefnilega fram hér. En síðan hvenær hefur söguþráðurinn skipt máli í svonalöguðu?
Þær eru ekki mjög margar þáttaraðirnar sem ég hef fylgst með af ákefð gegnum tíðina en man þó eftir Flóttamanninum, Vidoq (sem búið er að filma), Twin Peaks, og Matador. Og mörg hef ég lifað góð ár án sjónvarps. Þetta var svo einfalt þegar enski boltinn var á laugardögum og gráupplagt að leggja leið sína til ömmu og afa í heimsókn, kíkja á boltann og fá síðan mat. Nú er svo mikið af þessu að maður getur ekki valið og sleppir mestöllu.
miðvikudagur, september 17, 2003
Sammála um að vera ósammála
Hey, Sindri tapaði 0-9. Ég vissi ekki að pólska kvennalandsliðið væri allt búsett á Höfn.
Í sambúð verður fólk að læra að taka tillit til annarra, læra á siði og ósiði og kunna að meta að allir eru því miður ekki eins og maður sjálfur. Þetta gæti verið úr einhverri konubók og er eflaust þar. Ég lærði t.d. snemma að meta gildi heyrnartóla eftir að ég gerðist einbúi í leiguherbergi meðal blindra í Hamrahlíðinni. Þá var ég búinn að eignast Breiðholtstbelg (ghettoblaster) og hlustaði á mínar spólur án þess að trufla aðra, að ég hélt. Svo komst ég illilega að því að ég söng stundum með án þess að vita af. Þá var ég með Scary Monsters í tækinu og gólaði einhver viðlög með Bowie af slíkri innlifun að nágrannakona mín sá sig knúna til að ráðast inn á mig til þess að vita hvort ekki væri allt í lagi með mig. Jú, ég var bara að skrifa latneskan stíl og var enn þessa heims.
Talandi um Bowie. Hann eignaðist son og skírði drenginn Zowie Bowie á sínum tíma. Þetta er nú lenska í nútímanum að gefa börnum furðunöfn sem hljóma frekar eins og vörumerki eða hreinir stælar. Það gladdi mig að sjá í mogga að piltur þessi gengur nú undir nafninu Duncan Jones og hefur það ágætt.
Annars fann ég fyrir löngu síðu þar sem náungi nokkur fer ítarlega gegnum þau atriði í lífinu sem hann og frúin hafa þráttað um í sinni sambúð. Gef hugsanlega upp slóð síðar. Margt af því sem kemur þarna fram eru almenn sannindi og því geri ég ekki greinarmun á frásögn hans og minni lífsreynslu þegar ég fjalla um ágreiningsefni innan sambúðar.
Eitt af því sem fólk kann að deila um er hvenær þvottur er þurr. Það er unaðslegt að brjóta saman ferskan, ískaldan þvott sem er búinn að hanga úti í norðanátt heilan haustdag eða hvað. Nei, segja þá sumir - þetta er rakt og þarf á ofn eða aftur út eða á innigrindina. Það kemur nefnilega vond lykt í þvott sem fer oní skúffu rakur. Rakur!! Ég segi: kaldur þvottur er ekki sama og rakur þvottur.
Svo er það þetta með uppvaskið. Á nútímaheimili skiptir engu máli hver eldar - fólk er búið að koma sér upp matarrútínu sem allir sættast á, hún er kannski betri í pasta og fiski meðan hann er ágætur í hrísgrjónaréttum og steikum eða hvernig sem það er. Sá sem ekki eldar sér um frágang, ekki satt? Þarna kemur munurinn í ljós. Eftir að hann er búinn að elda er ein panna í vaskinum og spaði, diskar, glös og áhöld sem voru notuð við borðhaldið og hugsanlega einn hnífur og bretti ef eitthvað þurfti að skera. Þegar hún eldar er vaskurinn fullur af öllum þeim verkfærum sem til eru á heimilinu og tengjast matargerði, nokkrir pottar, sjöarmamæliskeiðin sem var notuð til að mæla hálfa teskeið af salti. Öll nálæg borð þakin ílátum og verkfærum. Svo er eins og maður varpi sprengju þegar maður í sakleysi sínu spyr eftir indælt uppvask (2 tímum síðar):
Þarf að nota allt þetta til að búa til ofnbakaðan í sósu, 'skan?
Já, það þarf!!
En bíddu, hvernig kemur sláttuvélin inn í þetta? Af hverju var hún í vaskinum...?
Í sambúð verður fólk að læra að taka tillit til annarra, læra á siði og ósiði og kunna að meta að allir eru því miður ekki eins og maður sjálfur. Þetta gæti verið úr einhverri konubók og er eflaust þar. Ég lærði t.d. snemma að meta gildi heyrnartóla eftir að ég gerðist einbúi í leiguherbergi meðal blindra í Hamrahlíðinni. Þá var ég búinn að eignast Breiðholtstbelg (ghettoblaster) og hlustaði á mínar spólur án þess að trufla aðra, að ég hélt. Svo komst ég illilega að því að ég söng stundum með án þess að vita af. Þá var ég með Scary Monsters í tækinu og gólaði einhver viðlög með Bowie af slíkri innlifun að nágrannakona mín sá sig knúna til að ráðast inn á mig til þess að vita hvort ekki væri allt í lagi með mig. Jú, ég var bara að skrifa latneskan stíl og var enn þessa heims.
Talandi um Bowie. Hann eignaðist son og skírði drenginn Zowie Bowie á sínum tíma. Þetta er nú lenska í nútímanum að gefa börnum furðunöfn sem hljóma frekar eins og vörumerki eða hreinir stælar. Það gladdi mig að sjá í mogga að piltur þessi gengur nú undir nafninu Duncan Jones og hefur það ágætt.
Annars fann ég fyrir löngu síðu þar sem náungi nokkur fer ítarlega gegnum þau atriði í lífinu sem hann og frúin hafa þráttað um í sinni sambúð. Gef hugsanlega upp slóð síðar. Margt af því sem kemur þarna fram eru almenn sannindi og því geri ég ekki greinarmun á frásögn hans og minni lífsreynslu þegar ég fjalla um ágreiningsefni innan sambúðar.
Eitt af því sem fólk kann að deila um er hvenær þvottur er þurr. Það er unaðslegt að brjóta saman ferskan, ískaldan þvott sem er búinn að hanga úti í norðanátt heilan haustdag eða hvað. Nei, segja þá sumir - þetta er rakt og þarf á ofn eða aftur út eða á innigrindina. Það kemur nefnilega vond lykt í þvott sem fer oní skúffu rakur. Rakur!! Ég segi: kaldur þvottur er ekki sama og rakur þvottur.
Svo er það þetta með uppvaskið. Á nútímaheimili skiptir engu máli hver eldar - fólk er búið að koma sér upp matarrútínu sem allir sættast á, hún er kannski betri í pasta og fiski meðan hann er ágætur í hrísgrjónaréttum og steikum eða hvernig sem það er. Sá sem ekki eldar sér um frágang, ekki satt? Þarna kemur munurinn í ljós. Eftir að hann er búinn að elda er ein panna í vaskinum og spaði, diskar, glös og áhöld sem voru notuð við borðhaldið og hugsanlega einn hnífur og bretti ef eitthvað þurfti að skera. Þegar hún eldar er vaskurinn fullur af öllum þeim verkfærum sem til eru á heimilinu og tengjast matargerði, nokkrir pottar, sjöarmamæliskeiðin sem var notuð til að mæla hálfa teskeið af salti. Öll nálæg borð þakin ílátum og verkfærum. Svo er eins og maður varpi sprengju þegar maður í sakleysi sínu spyr eftir indælt uppvask (2 tímum síðar):
Þarf að nota allt þetta til að búa til ofnbakaðan í sósu, 'skan?
Já, það þarf!!
En bíddu, hvernig kemur sláttuvélin inn í þetta? Af hverju var hún í vaskinum...?
þriðjudagur, september 16, 2003
Áfram Sindri
Heyrði að seinni leikur Sindra og Norðurbandalagsins um sæti í efstu deild kv. fari fram í kvöld. Sindri þarf að sigra 8-0, 10-1 eða svo til að þetta gangi... Sindri er með frábæran félagssöng og á því allt gott skilið. Þeim dugir þó varla ráðið sem við gripum til í 5. fl. Skallagríms á sínum tíma þegar staðan var 0-4 fyrir Þór í hálfleik. Við skiptum um markmann og settum bara stærsta mann liðsins milli stanganna og þetta breytti öllu. Ekki þarf að taka fram að við sigruðum 5-4. Áfram Sindri - það er líka fallegt á Höfn.
mánudagur, september 15, 2003
Upp. upp
Hvaðan kemur börnunum mínum þessi klifurþörf? Undrið (1) er í einstökum ham hvað þetta varðar þessa dagana og má vart af henni líta án þess að hún komi sér upp á eitthvað, stól, borð, hillu, ferðatösku og hefji jafnvel þar trylltan dans. Snillingurinn afrekaði að velta sjálfum sér um koll (reyndar skammel) og vefja sjálfan sig inn í húsgagnið í leiðinni á einhvern þann hátt sem ekki átti að vera hægt.
Tilgáta 1 : Þetta eru viðbrögð við umhverfinu. Hverfið okkar er sérlega flatlent og t.d. ekki þar að finna eina armilega sleðabrekku, hvað þá brekku þar sem hægt væri að parkera sænska kvikindinu þegar startarinn er óþekkur. Minnir mig á karlinn í Staðarsveitinni sem leigði sér jarðýtu til að ryðja upp háum hól við túnfótinn þegar LandRoverinn hætti að vilja fara í gang á eðlilegan hátt.
Tilgáta 2 : KR. Þau fóru nefnilega í íþróttaskóla KR á laugardagsmorgun og hafa fengið kostulegar ranghugmyndir (kr) um eigin getu til príls innan um þessa, þessa Kringa.
Tilgáta 3 : Erfðir. Faðir þeirra er alinn upp á brún hengiflugsins og ef lá illa á honum í æsku og á unglingsárum fór hann iðulega niður í kletta og klifraði. Hann átti m.a.s. sæti í miðjum klettavegg þar sem hann sat löngum og ígrundaði ranglæti alheimsins. Þegar Vegagerð ríkisins sveik hann um fyrirheitna vélamannssumarstarfið og ætlaði að láta piltinn enn eina ferðina í útreikninga og snidduhleðslu og girðingavinnu þá fann hann sér ókleifa leið í klettunum góðu og sigraðist á henni, fór síðan sem leið lá og fékk sér vinnu hjá Hreppnum eins og það þá hét. Klettar þessir, til glöggvunar fyrir ókunnuga, eru í Borgarnesi og blasa við fólki á norðurleið af Borgarfjarðarbrú og uppfyllingu, þar sem húsin virðast ætla að hrapa í sjóinn á morgun.
Við feðgar héldum í rannsóknaferð í dag hjólandi kringum flugvöllinn má segja. Sérósk Snillingsins var að skoða sjálfan Nauthól og leiddi sú rannsókn í ljós vel rispað hvalbak og fór þar með fram jarðfræðilexía um ísöld. Frekari athugun leiddi í ljós að Nauthólsbærinn var hjáleiga frá Skildinganesbæjunum frá 1850 en búskapur lagðist þar af eftir að taugaveiki kom upp fyrir öld eða svo. Þegar Nauthóll var að byggjast bjó þjóðvegaræninginn Guðmundur kíkir í helli við Öskjuhlíð. Fyrir 100 árum er talað um að útilegumenn hafi leitað skjóls milli steina í Öskjuhlíð, nú til dags eru það útigangsmenn... Við sáum ekkert merkilegt í Öskjuhlíð þrátt fyrir rannsóknir, en það voru sumsstaðar frábærir pollar á leiðinni. Eftirstöðvar úrhellis sem kom seinnipart laugardags.
Tilgáta 1 : Þetta eru viðbrögð við umhverfinu. Hverfið okkar er sérlega flatlent og t.d. ekki þar að finna eina armilega sleðabrekku, hvað þá brekku þar sem hægt væri að parkera sænska kvikindinu þegar startarinn er óþekkur. Minnir mig á karlinn í Staðarsveitinni sem leigði sér jarðýtu til að ryðja upp háum hól við túnfótinn þegar LandRoverinn hætti að vilja fara í gang á eðlilegan hátt.
Tilgáta 2 : KR. Þau fóru nefnilega í íþróttaskóla KR á laugardagsmorgun og hafa fengið kostulegar ranghugmyndir (kr) um eigin getu til príls innan um þessa, þessa Kringa.
Tilgáta 3 : Erfðir. Faðir þeirra er alinn upp á brún hengiflugsins og ef lá illa á honum í æsku og á unglingsárum fór hann iðulega niður í kletta og klifraði. Hann átti m.a.s. sæti í miðjum klettavegg þar sem hann sat löngum og ígrundaði ranglæti alheimsins. Þegar Vegagerð ríkisins sveik hann um fyrirheitna vélamannssumarstarfið og ætlaði að láta piltinn enn eina ferðina í útreikninga og snidduhleðslu og girðingavinnu þá fann hann sér ókleifa leið í klettunum góðu og sigraðist á henni, fór síðan sem leið lá og fékk sér vinnu hjá Hreppnum eins og það þá hét. Klettar þessir, til glöggvunar fyrir ókunnuga, eru í Borgarnesi og blasa við fólki á norðurleið af Borgarfjarðarbrú og uppfyllingu, þar sem húsin virðast ætla að hrapa í sjóinn á morgun.
Við feðgar héldum í rannsóknaferð í dag hjólandi kringum flugvöllinn má segja. Sérósk Snillingsins var að skoða sjálfan Nauthól og leiddi sú rannsókn í ljós vel rispað hvalbak og fór þar með fram jarðfræðilexía um ísöld. Frekari athugun leiddi í ljós að Nauthólsbærinn var hjáleiga frá Skildinganesbæjunum frá 1850 en búskapur lagðist þar af eftir að taugaveiki kom upp fyrir öld eða svo. Þegar Nauthóll var að byggjast bjó þjóðvegaræninginn Guðmundur kíkir í helli við Öskjuhlíð. Fyrir 100 árum er talað um að útilegumenn hafi leitað skjóls milli steina í Öskjuhlíð, nú til dags eru það útigangsmenn... Við sáum ekkert merkilegt í Öskjuhlíð þrátt fyrir rannsóknir, en það voru sumsstaðar frábærir pollar á leiðinni. Eftirstöðvar úrhellis sem kom seinnipart laugardags.
sunnudagur, september 14, 2003
Tilviljanir
Hitti fyrrum samstarfskonu í fyrradag sem ég áður hafði rekist á þegar fjölskyldan fór í sund nýlega. Hún tjáði mér að sundlaugardæmið hefði verið sér sérstök upplifun: Þannig hafi verið að henni hafi verið hugsað til mín leiftursnöggt um 20 sek. áður en hún reis upp frá því að reima skóna sína og þá hafi ég staðið beint fyrir framan sig. Mér fannst hún reyndar eitthvað undarleg þarna og ólík sjálfri sér.
Í gær lenti ég í því sama hálfpartinn. Var orðinn leiður á útvarpi og setti í gang Besta lagalistann minn í vinnutölvunni. Ég er með stillt á tilviljun hvaða lag sett er í gang og var þá ekki karlinn hann Johnny Cash mættur með "The Man Comes Around". Sem ég er búinn að hlusta á Reiðuféð tek ég eftir að fréttir eru að hefjast og kemur þá þar í ljós að sá gamli er allur...
Johnny karlinn hefur verið mér kær lengi og á upphafsárum gítargutls fór ég aðeins í hans smiðju, enda gott að spila og syngja með kappa sem er á sama raddsviði. Þessar American upptökur eru nú svona og svona en American III er býsna ágæt.
Í gær lenti ég í því sama hálfpartinn. Var orðinn leiður á útvarpi og setti í gang Besta lagalistann minn í vinnutölvunni. Ég er með stillt á tilviljun hvaða lag sett er í gang og var þá ekki karlinn hann Johnny Cash mættur með "The Man Comes Around". Sem ég er búinn að hlusta á Reiðuféð tek ég eftir að fréttir eru að hefjast og kemur þá þar í ljós að sá gamli er allur...
Johnny karlinn hefur verið mér kær lengi og á upphafsárum gítargutls fór ég aðeins í hans smiðju, enda gott að spila og syngja með kappa sem er á sama raddsviði. Þessar American upptökur eru nú svona og svona en American III er býsna ágæt.
föstudagur, september 12, 2003
Óvænt uppáhald
Á leið úr bústað í fyrra kom fjölskyldan við á bókamarkaði Bókasafns Selfoss í Tryggvaskála og festi þar kaup á nokkrum bókum og fylgdu fáein barnamyndbönd með í pakkanum. Því er sagt frá þessu að uppáhald Snillingsins (4) frá því komið var heim til þessa dags er ræma af téðum markaði. Nú vill svo til að hann er með aðgang hér heima að margvíslegu efni og misgóðu, en alltaf þegar reynir á fer Úlfurinn í tækið. Þetta er eins konar Tommi og Jenni yfirfært á úlf og kanínu framleitt í Sovétríkjunum, að mestu án tals (úlfurinn segir eftir hvert sinn sem kanínan sleppur undan: You just wait!) en tónlistin er frábær. Svo er þetta eitthvert lengsta myndband sem ég veit og væri vel að einhver pylsuframleiðandinn reyndi nú að troða þessu í Bónuspakka í staðinn fyrir þessa leiðindaframleiðslu úr draumaverksmiðjum teiknimynda. Pixar fær þó mörg stig enda var Toy Story á DVD í miklu uppáhaldi meðan tölvan spilaði slíka diska.
Maður eignast óhemju af drasli með tímanum og ótal ferðum á bókamarkaði, plötumarkaði og útsölur ýmsar. Svo safnast þetta saman og verður að ryksafnandi steingervingum í einhverjum hirslum en af og til álpast maður til að kaupa eitthvað sem eignar sér síðan stað í huganum. Í Japis keypti ég eitt sinn sænskan disk, Antiphone Blues, með sax og kirkjuorgeli sem er afar notalegur og fyrir um 2 árum rambaði ég á disk þar sem Wilhelm Kempff leikur eigin túlkun á kóralprelúdíum Bach. Eilítið seinna, man ekki hvar, keypti ég síðan Bachology, Stórskemmtilegt.
Maður eignast óhemju af drasli með tímanum og ótal ferðum á bókamarkaði, plötumarkaði og útsölur ýmsar. Svo safnast þetta saman og verður að ryksafnandi steingervingum í einhverjum hirslum en af og til álpast maður til að kaupa eitthvað sem eignar sér síðan stað í huganum. Í Japis keypti ég eitt sinn sænskan disk, Antiphone Blues, með sax og kirkjuorgeli sem er afar notalegur og fyrir um 2 árum rambaði ég á disk þar sem Wilhelm Kempff leikur eigin túlkun á kóralprelúdíum Bach. Eilítið seinna, man ekki hvar, keypti ég síðan Bachology, Stórskemmtilegt.
miðvikudagur, september 10, 2003
Þegar Snillingur (4) hugsar
..er spekin af ýmsu tagi. Í gær var hann t.d. að velta fyrir sér hvers vegna hann héti Andri Sönd þessi í teiknimyndunum. Í hans huga eru bílar því flottari sem á þeim eru fleiri púströr og ljóskastarar. Hvernig kúka fuglar? Hvað borða tófur? Svo borðaði hann sterkt kjöt á leikskólanum í dag (lifur) og var því óvenjusterkur sjálfur það sem eftir var dags.
Skemmtilegt að komast seinna í mánuðinum nokkra daga í bústað og endurtaka vonandi dýrð deyjandi sumars austur í sveitum sem lifir góðu lífi í minningu fjölskyldunnar eftir góða ferð í fyrra. Þá fóru menn í Hrunaréttir og upplifðu Guðna landbúnaðar og Árna Johnsen keppast um athygli manna hvor á sinn hátt. Guðni stóð sem símastaur í miðjum almenningnum og tók menn á eintal, harður á svip og landsföðurlegur meðan Árni söng "Lóan er komin" í valstakti ásamt Dagbjarti Grindjána og fleiri eflaust valinkunnum höfðingjum.
Ég man eftir Árna frá því í Húsafelli um 1969 og þá var karlinn í lopapeysu með gítarinn og lifandi hrafn á öxlinni. Fjölskyldan fór á Húsafellshátíð UMSB enda Húsafell ákaflega mikilvægur staður í sögu hennar og í Mogganum birtist mynd af dreng á háhesti. Drengurinn leit undan en pabbinn var glaður á svip - sennilega var Ómar að fíflast eitthvað á sviðinu. Ég man að Hljómsveit Ingimars Eydals og Þorvaldur tóku Blood Sweat and Tears lagið Spinnin' Wheel, og svo var þarna stórfurðulegt lið sem kallaði sig Náttúra. Annars er fyrsta popplagið sem ég man eftir Æ monin ælan með Kinks sem var í uppáhaldi fyrir 1969, áður en við fluttum í Húsið. Seinna flutti maður þetta með Herði Harkan Hilmars með texta hans í keilusal íþróttamiðstöðvarinnar í Delden, Hollandi, tja 1994 eða svo.
Skemmtilegt að komast seinna í mánuðinum nokkra daga í bústað og endurtaka vonandi dýrð deyjandi sumars austur í sveitum sem lifir góðu lífi í minningu fjölskyldunnar eftir góða ferð í fyrra. Þá fóru menn í Hrunaréttir og upplifðu Guðna landbúnaðar og Árna Johnsen keppast um athygli manna hvor á sinn hátt. Guðni stóð sem símastaur í miðjum almenningnum og tók menn á eintal, harður á svip og landsföðurlegur meðan Árni söng "Lóan er komin" í valstakti ásamt Dagbjarti Grindjána og fleiri eflaust valinkunnum höfðingjum.
Ég man eftir Árna frá því í Húsafelli um 1969 og þá var karlinn í lopapeysu með gítarinn og lifandi hrafn á öxlinni. Fjölskyldan fór á Húsafellshátíð UMSB enda Húsafell ákaflega mikilvægur staður í sögu hennar og í Mogganum birtist mynd af dreng á háhesti. Drengurinn leit undan en pabbinn var glaður á svip - sennilega var Ómar að fíflast eitthvað á sviðinu. Ég man að Hljómsveit Ingimars Eydals og Þorvaldur tóku Blood Sweat and Tears lagið Spinnin' Wheel, og svo var þarna stórfurðulegt lið sem kallaði sig Náttúra. Annars er fyrsta popplagið sem ég man eftir Æ monin ælan með Kinks sem var í uppáhaldi fyrir 1969, áður en við fluttum í Húsið. Seinna flutti maður þetta með Herði Harkan Hilmars með texta hans í keilusal íþróttamiðstöðvarinnar í Delden, Hollandi, tja 1994 eða svo.
þriðjudagur, september 09, 2003
Bjargvættur
Rétt í þessu var þyrlan að sveima hér hjá og þá les maður væntanlega á morgun um eitthvert slys eða vandræði í bítið. Sjálfur hóf ég daginn á því að bjarga þresti nokkrum sem hafði fest sig í í sjálfheldu milli veggja, sennilega á flótta undan ketti. Megnið af deginum fór síðan í að henda út geitungum sem álpuðust inn í góðviðrinu. Hver vegna er maður að bjarga þessum kvikindum? Mér er ekki illa við geitunga eða flest önnur smádýr sem eiga leið um mitt svæði og Undrið (1) hefur af þeim feikilega ánægju. Margir virðast allt að því sjúklega hræddir við geitunga.
Svo er tegundarheitið geitungur bráðskemmtilegt og jötunuxi ekki síðra. Verður ekki næsta skref í nafngiftum að taka upp fleiri smádýraheiti í mannanafnasafnið. Ég skil reyndar ekki hvers vegna þessi náttúrunöfn eru flest tekin úr fuglafánunni og trjáflórunni. Hvers vegna er svo lítið um að fólk heiti eftir spendýrum? Man eftir Hirti, Hreini, Högna, Merði og Birni í fljótu bragði. Til forna hétu menn svo Refur og Hrútur, en væri ekki upplagt að bæta við Hesti, Elg, Ketti, Hundi, Sel, og Hval í það ágæta úrval mannanafna sem menn geta valið úr?
Svo er tegundarheitið geitungur bráðskemmtilegt og jötunuxi ekki síðra. Verður ekki næsta skref í nafngiftum að taka upp fleiri smádýraheiti í mannanafnasafnið. Ég skil reyndar ekki hvers vegna þessi náttúrunöfn eru flest tekin úr fuglafánunni og trjáflórunni. Hvers vegna er svo lítið um að fólk heiti eftir spendýrum? Man eftir Hirti, Hreini, Högna, Merði og Birni í fljótu bragði. Til forna hétu menn svo Refur og Hrútur, en væri ekki upplagt að bæta við Hesti, Elg, Ketti, Hundi, Sel, og Hval í það ágæta úrval mannanafna sem menn geta valið úr?
mánudagur, september 08, 2003
Íslenskur raunveruleiki
Kláraði "Röddina" eftir Arnald í gær. Þessir íslensku krimmar ná ekki að töfra mig uppúr skóm ennþá. Að vísu hef ég ekki náð að lesa allt vitanlega en ... Þessi Erlendur lögga er nú gerður að svo óspennandi andhetju að hann er óspennandi með öllu. Einhvers konar útvötnuð blanda af Rebus og Martin Beck. Sennilega ætti ég að fara að leggja drög að þriller og draga úr sarpinum reynsluna frá gluggaþvottatímabilinu, leiðsögumannsárunum, kórsöng og nýta þar að auki þá staðreynd að ég bý í hverfi þar sem allt er eflaust fullt af reykfylltum bakherbergjum, briddsklúbbum og þar sem dulúðin ríður rækjum.
Gluggaþvottatímabilið væri eflaust nýtilegast í þetta verkefni enda kom maður þá inn á heimili og skrifstofur víða, át í ótal mötuneytum, sá ýmislegt fyrir innan rúðurnar sem maður þreif - gluggahreinsarinn er einn af þessum ósýnilegu sem allt sjá. Alltaf hef ég gaman að rifja upp fyrir mér þegar stjórnarþingmaðurinn sveif á mig þar sem ég var við störf í stiganum, spurði hvort ég væri til í að þrífa hjá sér gluggana og hvort þyrfti nokkuð að gefa það upp... Kórreynslan væri síðan uppspretta persónulýsinga ásamt hugsanlega fótboltamennskunni.
Annars var ég ekki kátur með að mistakast að gera við sjónvarpstækið í dag. Þessi raftæki nútímans eru einfaldari en flestir halda og ég trúði á sjálfan mig í þessu og er ekki búinn að gefast upp. Ég bara næ ekki úr rofanum sem stendur á sér. Það er svo mikið plast í þessu og maður er hræddur um að brjóta. Síðasta rofaviðgerð mín var rómuð og virkar enn. Sem sagt í fyrrahaust sá ég ónýtan IKEA lampa í vinnunni og rak þá augun í kveikirofann sem minnti mig á rofann af gamla Makka sem Snillingurinn (4) hefur nú til afnota. Ég fékk að hirða lampann og braslítið tókst mér að skipta út gamla makkarofanum fyrir rofann úr IKEA lampanum og nú er hægt að ræsa Makka án brunafýlu og eldglæringa sem maður var farinn að venjast áður fyrr, en þóttu svo ekki við hæfi í barnaherbergi. Tek aðra umferð á Svörtu dívunni við fyrsta tækifæri.
Gluggaþvottatímabilið væri eflaust nýtilegast í þetta verkefni enda kom maður þá inn á heimili og skrifstofur víða, át í ótal mötuneytum, sá ýmislegt fyrir innan rúðurnar sem maður þreif - gluggahreinsarinn er einn af þessum ósýnilegu sem allt sjá. Alltaf hef ég gaman að rifja upp fyrir mér þegar stjórnarþingmaðurinn sveif á mig þar sem ég var við störf í stiganum, spurði hvort ég væri til í að þrífa hjá sér gluggana og hvort þyrfti nokkuð að gefa það upp... Kórreynslan væri síðan uppspretta persónulýsinga ásamt hugsanlega fótboltamennskunni.
Annars var ég ekki kátur með að mistakast að gera við sjónvarpstækið í dag. Þessi raftæki nútímans eru einfaldari en flestir halda og ég trúði á sjálfan mig í þessu og er ekki búinn að gefast upp. Ég bara næ ekki úr rofanum sem stendur á sér. Það er svo mikið plast í þessu og maður er hræddur um að brjóta. Síðasta rofaviðgerð mín var rómuð og virkar enn. Sem sagt í fyrrahaust sá ég ónýtan IKEA lampa í vinnunni og rak þá augun í kveikirofann sem minnti mig á rofann af gamla Makka sem Snillingurinn (4) hefur nú til afnota. Ég fékk að hirða lampann og braslítið tókst mér að skipta út gamla makkarofanum fyrir rofann úr IKEA lampanum og nú er hægt að ræsa Makka án brunafýlu og eldglæringa sem maður var farinn að venjast áður fyrr, en þóttu svo ekki við hæfi í barnaherbergi. Tek aðra umferð á Svörtu dívunni við fyrsta tækifæri.
sunnudagur, september 07, 2003
Höfum ákveðna kaupendur
Þegar foreldrar lýsa barni sínu sem ákveðnu merkir það vitanlega að barnið sé frekt. Allir kannast við svona orðalag. Þegar ég rek augun í auglýsingar frá fasteignasölum sem segjast hafa ákveðna kaupendur að einhverri eign sé ég alltaf fyrir mér þessa kaupendur standa gjammandi yfir vesalings salanum, hótandi öllu illu ef hann ekki finnur rétta eign samstundis.
Og hvers vegna kallast fasteignasali ekki fasteignasölumaður? Er e.t.v. ástæða til að endurnefna leikritið góða "Sali deyr"? Þessi starfsheiti eru alltaf skemmtilegt viðfangsefni, sérstaklega þar sem ég veit ekkert hvað ég á að titla sjálfan mig - kæmi textill, textari, textvirki, orðari eða textatæknir til greina? Mabba heitin Thors, félagi úr enskudeild, vildi að blaðamaður kallaðist blaður og blaðakona væri því blaðra. Einhvers staðar heyrði að flugmaður/flugþjónn gæti verið flygill og flugkona/flugfreyja væri sum sé flygsa.
Um hádegisbil einn daginn fyrir skömmu varð mér reikað inn í málningarbúð nokkra og hugðist athuga með skrautborða. Sem ég geng inn með Undrið (1) á arminum rek ég augun í mann sem stendur og rakar sig í makindum við vask einn í miðri búðinni. Ég ákvað að trufla ekki manngreyið við þetta vandasama verk og reika í rólegheitum um svæðið en heyri einhvern segja á 5 sek. fresti "Blessaður" og dró þá ályktun að maðurinn væri ekki bara að raka sig heldur líka í símanum. Búðin var lítil og sú stutta búin að læra að í dósunum væri ekki skyr heldur málning og því ekki eins spennt eðlilega, því kom fljótlega að því að tala við manninn með kjammaljáinn og tók hann á móti okkur feðginum nýrakaður og reyndist hafa verið að reyna að heilsa okkur. Borðar voru ekki til en við áttum ágætt spjall um skrautborða og skapalón. Svona uppákomur gleðja mann alltaf.
Assgoti voru svo Þjóðverjar lélegir í landsleiknum í dag. Maður sér annars ekki mikið úr stúkunni á Laugardalsvellinum en samt var ljóst að Olli Kahn er ekki lengur með fyndnasta hár síðan Rod Stewart var og hét. Mitt lið í heimsboltanum, Þjóðverjar. Maður er þá nokkuð viss um að halda með liði sem nær langt í HM eða EM, og svo halda allir hinir með Englandi eða Brasilíu. Dæmi hins hagsýna áhugamanns er einfalt: Halda með Derby, FH og Þýskalandi, og þá er nóg að eiga hvítan bol með svörtum kraga. Svo má kaupa merki liðanna og sauma riflás á þau og skipta síðan eftir hentugleikum. Öðrum í svipuðum hugleiðingum má síðan benda á samsetningarnar: Skallagrímur, Norwich, Brasilía; Haukar, Liverpool, Wales; Valur, Man.Utd., Danmörk og áfram mætti eflaust telja.
Annars var fyndnast að lesa um bræðikast það sem Völler tók í stúdíói eftir leik. Mér er sem ég sæi Loga Ólafs bauna á Samúel að hann væri búinn að sulla í sig þremur bjórum og ætti bara að finna sér annað starf ef hann vildi vera í skemmtanabransanum. Eða segja um Geir og Gvend Hreiðars að þeir gætu farið norður og niður því að þeir létu ekkert út úr sér annað en $!% ræpu á lægsta plani og drægju allt oní skítinn..
Og hvers vegna kallast fasteignasali ekki fasteignasölumaður? Er e.t.v. ástæða til að endurnefna leikritið góða "Sali deyr"? Þessi starfsheiti eru alltaf skemmtilegt viðfangsefni, sérstaklega þar sem ég veit ekkert hvað ég á að titla sjálfan mig - kæmi textill, textari, textvirki, orðari eða textatæknir til greina? Mabba heitin Thors, félagi úr enskudeild, vildi að blaðamaður kallaðist blaður og blaðakona væri því blaðra. Einhvers staðar heyrði að flugmaður/flugþjónn gæti verið flygill og flugkona/flugfreyja væri sum sé flygsa.
Um hádegisbil einn daginn fyrir skömmu varð mér reikað inn í málningarbúð nokkra og hugðist athuga með skrautborða. Sem ég geng inn með Undrið (1) á arminum rek ég augun í mann sem stendur og rakar sig í makindum við vask einn í miðri búðinni. Ég ákvað að trufla ekki manngreyið við þetta vandasama verk og reika í rólegheitum um svæðið en heyri einhvern segja á 5 sek. fresti "Blessaður" og dró þá ályktun að maðurinn væri ekki bara að raka sig heldur líka í símanum. Búðin var lítil og sú stutta búin að læra að í dósunum væri ekki skyr heldur málning og því ekki eins spennt eðlilega, því kom fljótlega að því að tala við manninn með kjammaljáinn og tók hann á móti okkur feðginum nýrakaður og reyndist hafa verið að reyna að heilsa okkur. Borðar voru ekki til en við áttum ágætt spjall um skrautborða og skapalón. Svona uppákomur gleðja mann alltaf.
Assgoti voru svo Þjóðverjar lélegir í landsleiknum í dag. Maður sér annars ekki mikið úr stúkunni á Laugardalsvellinum en samt var ljóst að Olli Kahn er ekki lengur með fyndnasta hár síðan Rod Stewart var og hét. Mitt lið í heimsboltanum, Þjóðverjar. Maður er þá nokkuð viss um að halda með liði sem nær langt í HM eða EM, og svo halda allir hinir með Englandi eða Brasilíu. Dæmi hins hagsýna áhugamanns er einfalt: Halda með Derby, FH og Þýskalandi, og þá er nóg að eiga hvítan bol með svörtum kraga. Svo má kaupa merki liðanna og sauma riflás á þau og skipta síðan eftir hentugleikum. Öðrum í svipuðum hugleiðingum má síðan benda á samsetningarnar: Skallagrímur, Norwich, Brasilía; Haukar, Liverpool, Wales; Valur, Man.Utd., Danmörk og áfram mætti eflaust telja.
Annars var fyndnast að lesa um bræðikast það sem Völler tók í stúdíói eftir leik. Mér er sem ég sæi Loga Ólafs bauna á Samúel að hann væri búinn að sulla í sig þremur bjórum og ætti bara að finna sér annað starf ef hann vildi vera í skemmtanabransanum. Eða segja um Geir og Gvend Hreiðars að þeir gætu farið norður og niður því að þeir létu ekkert út úr sér annað en $!% ræpu á lægsta plani og drægju allt oní skítinn..
fimmtudagur, september 04, 2003
Haustlægð
Það verður aldrei neitt úr veðri á þessu höfðuborgarsvæði, blessuðu. Er ég svona heppinn með vistarverur að allt óveður sem hér á að ganga yfir er eins og venjulegur nóvemberdagur í Borgarnesi? Þá fólst óveður í því að maður horfði á stofurúðurnar svigna langt inn í stofu, eins og verið væri að blása í blöðru, og reglulega fannst manni þakið fjúka af húsinu og síðan fyrir tilviljun lenda í sömu skorðum aftur. Og einatt lak einhvers staðar í þessum ósköpum.
Svo á RARIK tímabilinu táknaði óveður digra útborgun næst og þá fór manni að líka vel við ísingu, 40 m/sek., seltu og jafnvel farfugla. Það var árvisst að álftagrey flugu á raflínur, einkum í Bæjarsveit og þar sem álftir eru langar náðu þær að slá út heilu sveitunum. Einu sinni tók ég merki af einni dauðri og sendi á Náttúrufr.stofnun og fékk síðar bréf með þeim upplýsingum að hún hefði verið merkt ung á Arnarvatnsheiði 1963.
Hrafnar drápu sig á mun tæknilegri hátt - settust á tunnuspennistöðvar og gogguðu síðan í línuna með þeim afleiðingum að allt ket brann á sekúndubroti til ösku og eftir sat fínasti hamur og afar léttur. Gaman að rifja þetta upp, einkum í ljósi þess að ég var rétt búinn að hraðsteikja mig á svipaðan hátt en ótrúlegar tilviljanir komu í veg fyrir það.
Með fyrstu myndavélinni minni tók ég af því myndir þegar Eyjólfur Magg stjórnaði fimleikasýningu í Skallagrímsgarði á 17. júní. Þar voru m.a. félagi minn Axelsson og svonefndur Maggi Eyjólfs meðal sýnenda. Þetta rifjast upp fyrir mér nú þegar Maggi þessi (nú Scheving og íþróttaálfur) landar feikilegum samningi við útlönd. Hann stefndi að þessu frá upphafi karlinn. Ekki skyldi vanmeta möguleika þá sem felast í barnaefni.
Þegar Maggi verður orðinn frægur í USA skal ég selja þessar áður óþekktu myndir af piltinum 10 ára. Þá verða farnar skoðunarferðir um Borgarnes en síðan brunað fram hjá Borg á Mýrum því að Maggi verður orðinn höfuðskáld Borgfirðinga.
Merkilegt annars hve margir af undanförnum sölustjörnum meðal barnabókahöfunda eru Vestlendingar. Eðvarð af Hellissandi, Toggi tóbak úr Ólafsvík, og síðan Maggi með vissar rætur í Borgarnesi. Auðvitað sá ég ekki hvað í þessu efni bjó á mínum safnkennaraárum enda lærði ég fljótt af kúnnum að ekki var hægt að lesa Latabæ upphátt sem framhaldssögu, ekki frekar en Blyton, og var þ.a.l. ekkert mikið að kaupa þær eða trana þeim fram.
Svo á RARIK tímabilinu táknaði óveður digra útborgun næst og þá fór manni að líka vel við ísingu, 40 m/sek., seltu og jafnvel farfugla. Það var árvisst að álftagrey flugu á raflínur, einkum í Bæjarsveit og þar sem álftir eru langar náðu þær að slá út heilu sveitunum. Einu sinni tók ég merki af einni dauðri og sendi á Náttúrufr.stofnun og fékk síðar bréf með þeim upplýsingum að hún hefði verið merkt ung á Arnarvatnsheiði 1963.
Hrafnar drápu sig á mun tæknilegri hátt - settust á tunnuspennistöðvar og gogguðu síðan í línuna með þeim afleiðingum að allt ket brann á sekúndubroti til ösku og eftir sat fínasti hamur og afar léttur. Gaman að rifja þetta upp, einkum í ljósi þess að ég var rétt búinn að hraðsteikja mig á svipaðan hátt en ótrúlegar tilviljanir komu í veg fyrir það.
Með fyrstu myndavélinni minni tók ég af því myndir þegar Eyjólfur Magg stjórnaði fimleikasýningu í Skallagrímsgarði á 17. júní. Þar voru m.a. félagi minn Axelsson og svonefndur Maggi Eyjólfs meðal sýnenda. Þetta rifjast upp fyrir mér nú þegar Maggi þessi (nú Scheving og íþróttaálfur) landar feikilegum samningi við útlönd. Hann stefndi að þessu frá upphafi karlinn. Ekki skyldi vanmeta möguleika þá sem felast í barnaefni.
Þegar Maggi verður orðinn frægur í USA skal ég selja þessar áður óþekktu myndir af piltinum 10 ára. Þá verða farnar skoðunarferðir um Borgarnes en síðan brunað fram hjá Borg á Mýrum því að Maggi verður orðinn höfuðskáld Borgfirðinga.
Merkilegt annars hve margir af undanförnum sölustjörnum meðal barnabókahöfunda eru Vestlendingar. Eðvarð af Hellissandi, Toggi tóbak úr Ólafsvík, og síðan Maggi með vissar rætur í Borgarnesi. Auðvitað sá ég ekki hvað í þessu efni bjó á mínum safnkennaraárum enda lærði ég fljótt af kúnnum að ekki var hægt að lesa Latabæ upphátt sem framhaldssögu, ekki frekar en Blyton, og var þ.a.l. ekkert mikið að kaupa þær eða trana þeim fram.