sunnudagur, ágúst 22, 2004
Upprifjun
Eftirfarandi pistill er ritaður fyrir blað Fimleikafélagsins fyrir leik gegn Dunfermline sem borið var í hús í Hafnarfirði nýverið. Þeir sem ekki búa þar fá nú að lesa:
18. september 1990 léku FHingar fyrsta sinni í Evrópukeppni í knattspyrnu. Flestir eru vonandi búnir að gleyma hvernig liðið ávann sér réttinn til þátttöku en hins vegar er full ástæða til að rifja upp stuttlega þessa frumraun í stórkeppni.
Í þá daga var ekki forkeppni og ýmis stórlið í pottinum, t.d. Inter, Benfica, Dortmund, Roma, Monaco, Valencia, Atletico Madrid, Anderlecht og Aston Villa. Menn voru þó allsáttir þegar kom í ljós að Dundee United yrði mótherji Fimleikafélagsins í fyrstu umferð því að vissulega var einnig möguleiki að lenda á móti smáliði eða liði handan járntjaldsins illræmda, sem eldri menn muna eflaust eftir. Sovétríkin og A-Þýskaland voru semsagt enn til þegar þarna var komið sögu.
Dundee United var með gott lið á toppnum í skosku deildinni um það leyti sem viðureignirnar við FH fóru fram og hafði leikið til úrslita í UEFA keppninni nokkrum árum áður. Kunnustu leikmenn Skotanna voru landsliðsmennirnir David Narey og Maurice Malpas, en þess má geta að Christian Dailly, nú í West Ham, lék sinn fyrsta Evrópuleik gegn FH ytra, aðeins 16 ára gamall. Paul Sturrock, nú stjóri Southampton, var aðstoðarstjóri goðsagnarinnar Jim McLean.
Veðrið var hræðilegt í Krikanum þegar flautað var til leiks. Norðan 6-9 vindstig, slydda og 3 °C. Eflaust hefur margur áhorfandinn bölvað, en niðri á vellinum létu menn sér fátt um finnast, enda spenna í lofti. FH tók forystu strax á 3. mínútu þegar varnarmaður FH hamraði í netið af markteig eftir hárnákvæma aukaspyrnu Gumma Hilmars. Þarna kom sér vel glöggur veðurskilningur heimamanna.
Restin af leiknum var taumlaus barningur, mest við veðrið, en einhver veginn tókst Skotunum að sigra 1-3, og fyrrnefndur varnarmaður stimplaði sig rækilega á spjöld sögunnar með sjálfsmarki í blárestina. Þrátt fyrir sögulegt gildi leiksins voru menn fegnir að komast í sturtu eftir þessa mannraun í snarvitlausu haustveðrinu, en lítill fugl hvíslaði að FHingum að þeir væru ekki lakari en gestirnir þrátt fyrir allt.
Skotlandsferðin var eftirminnileg. Nokkrir dyggir stuðningsmenn FH voru með í ferð, auk fáeinna eiginkvenna. Sannarlega hafði Árni Ágústar, að öðrum ólöstuðum, beðið þess lengi að fylgja FH í Evrópuleik, hvað þá á skoskri grund. Þetta FH lið var þaulvant að spila erlendis eftir tíðar æfingaferðir hingað og þangað um heiminn, að frumkvæði Þóris heitins Jónssonar, og því ekki bangnir menn sem gengu til leiks á Tannadice Park í Dundee, 3. október 1990.
Skotunum þótti skondið að atvinnumenn þeirra væru að keppa við löggur, smiði, bifvélavirkja og bókaverði, en þeir hlógu ekki í hálfleik þegar staðan var 0-2 fyrir FH eftir þrumu frá Hödda Magg og glæsimark Stjána Gísla. Menn gleyma því ekki þegar þögn sló á 5000 áhorfendur og tíu íslenskar eiginkonur í stúkunni trylltust af fögnuði. Aðrir í fylgdarliði Hafnfirðinga voru lokaðir inni í sérstökum klefa í stúkunni og segir sagan að æsingurinn hafi verið slíkur að vart hafi sést út um gluggana fyrir móðu!
Eftir leikinn taldi stjórinn McLean að 0-4 í hálfleik hefði verið sanngjarnt. Enn kom þó í ljós að FH vantaði sjálfstraust og heppni því að Dundee United jafnaði metin með ódýru marki og sjálfsmarki í lokin. Greinilegt var af umfjöllun fjölmiðla eftir leikinn að heimamönnum var brugðið. Eftir á að hyggja átti FH þarna raunhæfan möguleika á að komast áfram, en þó hygg ég að flestir ylji sér sáttir við minninguna um frábæra ferð og góða frammistöðu.
18. september 1990 léku FHingar fyrsta sinni í Evrópukeppni í knattspyrnu. Flestir eru vonandi búnir að gleyma hvernig liðið ávann sér réttinn til þátttöku en hins vegar er full ástæða til að rifja upp stuttlega þessa frumraun í stórkeppni.
Í þá daga var ekki forkeppni og ýmis stórlið í pottinum, t.d. Inter, Benfica, Dortmund, Roma, Monaco, Valencia, Atletico Madrid, Anderlecht og Aston Villa. Menn voru þó allsáttir þegar kom í ljós að Dundee United yrði mótherji Fimleikafélagsins í fyrstu umferð því að vissulega var einnig möguleiki að lenda á móti smáliði eða liði handan járntjaldsins illræmda, sem eldri menn muna eflaust eftir. Sovétríkin og A-Þýskaland voru semsagt enn til þegar þarna var komið sögu.
Dundee United var með gott lið á toppnum í skosku deildinni um það leyti sem viðureignirnar við FH fóru fram og hafði leikið til úrslita í UEFA keppninni nokkrum árum áður. Kunnustu leikmenn Skotanna voru landsliðsmennirnir David Narey og Maurice Malpas, en þess má geta að Christian Dailly, nú í West Ham, lék sinn fyrsta Evrópuleik gegn FH ytra, aðeins 16 ára gamall. Paul Sturrock, nú stjóri Southampton, var aðstoðarstjóri goðsagnarinnar Jim McLean.
Veðrið var hræðilegt í Krikanum þegar flautað var til leiks. Norðan 6-9 vindstig, slydda og 3 °C. Eflaust hefur margur áhorfandinn bölvað, en niðri á vellinum létu menn sér fátt um finnast, enda spenna í lofti. FH tók forystu strax á 3. mínútu þegar varnarmaður FH hamraði í netið af markteig eftir hárnákvæma aukaspyrnu Gumma Hilmars. Þarna kom sér vel glöggur veðurskilningur heimamanna.
Restin af leiknum var taumlaus barningur, mest við veðrið, en einhver veginn tókst Skotunum að sigra 1-3, og fyrrnefndur varnarmaður stimplaði sig rækilega á spjöld sögunnar með sjálfsmarki í blárestina. Þrátt fyrir sögulegt gildi leiksins voru menn fegnir að komast í sturtu eftir þessa mannraun í snarvitlausu haustveðrinu, en lítill fugl hvíslaði að FHingum að þeir væru ekki lakari en gestirnir þrátt fyrir allt.
Skotlandsferðin var eftirminnileg. Nokkrir dyggir stuðningsmenn FH voru með í ferð, auk fáeinna eiginkvenna. Sannarlega hafði Árni Ágústar, að öðrum ólöstuðum, beðið þess lengi að fylgja FH í Evrópuleik, hvað þá á skoskri grund. Þetta FH lið var þaulvant að spila erlendis eftir tíðar æfingaferðir hingað og þangað um heiminn, að frumkvæði Þóris heitins Jónssonar, og því ekki bangnir menn sem gengu til leiks á Tannadice Park í Dundee, 3. október 1990.
Skotunum þótti skondið að atvinnumenn þeirra væru að keppa við löggur, smiði, bifvélavirkja og bókaverði, en þeir hlógu ekki í hálfleik þegar staðan var 0-2 fyrir FH eftir þrumu frá Hödda Magg og glæsimark Stjána Gísla. Menn gleyma því ekki þegar þögn sló á 5000 áhorfendur og tíu íslenskar eiginkonur í stúkunni trylltust af fögnuði. Aðrir í fylgdarliði Hafnfirðinga voru lokaðir inni í sérstökum klefa í stúkunni og segir sagan að æsingurinn hafi verið slíkur að vart hafi sést út um gluggana fyrir móðu!
Eftir leikinn taldi stjórinn McLean að 0-4 í hálfleik hefði verið sanngjarnt. Enn kom þó í ljós að FH vantaði sjálfstraust og heppni því að Dundee United jafnaði metin með ódýru marki og sjálfsmarki í lokin. Greinilegt var af umfjöllun fjölmiðla eftir leikinn að heimamönnum var brugðið. Eftir á að hyggja átti FH þarna raunhæfan möguleika á að komast áfram, en þó hygg ég að flestir ylji sér sáttir við minninguna um frábæra ferð og góða frammistöðu.
Ungviðið
Stundum gleymir maður að muna og jafnvel skrifa hjá sér gullkornin sem hrjóta af munni í dagsins önn. Hér koma nokkur:
Undrið (2) tekur saltstaukinn og tekur til við að krydda á sér handarbakið.
- Hvers vegna ertu að krydda þig?
- Ég ætla að grilla mig.
- Af hverju?
- Ég er svo sæt ... djóóók!
Við morgunverðarborðið er Undrið ásamt pabba og fer fram á að fá eitthvað að drekka.
- Viltu kaffi?
Undrið rekur upp stór alvöruaugu og segir síðan með verulegum þjósti:
- Ég er ekki kall!
(Anna mamma drekkur vissulega ekki kaffi - ergo)
Á menningarnæturtónleikum er Snillingurinn (5) búinn að sitja á öxlum föður síns í tíu mínútur og dilla sér við dúndrandi rokk frá Ego og Bubba. Í smáhléi milli laga teygir hann sig niður að eyra mínu og hrópar:
- Pabbi, hvort er þetta Gunni eða Felix sem er að syngja?
Skömmu síðar á heimleið verður á vegi okkar við Vonarstræti maður með gítar og nokkurn hóp kringum sig sem kyrjar eitthvað óskiljanlegt. Af öxlunum heyrist skömmu síðar:
- Pabbi, ég held að þetta hafi verið Jónsi...
- Nei, hann heitir Johnsen þessi...
- Ó, mér fannst hárið eins og á Jónsa.
(Taka má fram að Johnsen og Jónsi eru álíka vondir gítarleikarar.)
Undrið (2) tekur saltstaukinn og tekur til við að krydda á sér handarbakið.
- Hvers vegna ertu að krydda þig?
- Ég ætla að grilla mig.
- Af hverju?
- Ég er svo sæt ... djóóók!
Við morgunverðarborðið er Undrið ásamt pabba og fer fram á að fá eitthvað að drekka.
- Viltu kaffi?
Undrið rekur upp stór alvöruaugu og segir síðan með verulegum þjósti:
- Ég er ekki kall!
(Anna mamma drekkur vissulega ekki kaffi - ergo)
Á menningarnæturtónleikum er Snillingurinn (5) búinn að sitja á öxlum föður síns í tíu mínútur og dilla sér við dúndrandi rokk frá Ego og Bubba. Í smáhléi milli laga teygir hann sig niður að eyra mínu og hrópar:
- Pabbi, hvort er þetta Gunni eða Felix sem er að syngja?
Skömmu síðar á heimleið verður á vegi okkar við Vonarstræti maður með gítar og nokkurn hóp kringum sig sem kyrjar eitthvað óskiljanlegt. Af öxlunum heyrist skömmu síðar:
- Pabbi, ég held að þetta hafi verið Jónsi...
- Nei, hann heitir Johnsen þessi...
- Ó, mér fannst hárið eins og á Jónsa.
(Taka má fram að Johnsen og Jónsi eru álíka vondir gítarleikarar.)
föstudagur, ágúst 20, 2004
Umfreðin
Þessi Hringbrautarhringavitleysa er ósköp hvimleið fyrir okkur sem eigum leið vestan úr bæ í austurhlutann en ég er svosem búinn að koma mér upp hjáleið. Hins vegar átti ég leið í Hafnarfjörðinn síðdegis í dag og þar er enn meira vesen að komast leiðar sinnar þegar maður er loksins kominn þangað eftir dúk og disk. Ekki öfunda ég fólkið sem vinnur í höfuðborginni en býr syðra.
Líklega er ég nú búinn að minnast á að Hafnarfjörður og nágrenni eiga líklega heimsmet í fjölda hringtorga miðað við heildarlengd gatna og íbúafjölda. Þeir sem fara af Reykjavíkurvegi í Krísuvík mega sætta sig við ein 8 hringtorg á ca. 3-4 km kafla, þar af 5 í nýja hverfinu úti á hrauninu. Jú, mér finnst leiðinlegt að keyra bíl, sérstaklega ef umferð er mikil.
Stundum dunda ég við að gúggla fólk sem ég hef verið samferða einhvern tíma á lífsleiðinni. Einn þeirra var íslensk/amerískur strákur sem var samtíða mér í sveit á Ferjubakka. Þá var ég 11 og hann 14. Við vorum þá samtals 5 þarna í sveit, hitt voru stelpur á mínum aldri. Hann fékk reglulega sælgætissendingar að heiman og mér er minnisstætt þegar hann leyfði okkur að smakka tyggjó með kanelbragði. Hvílíkur óþverri. Við hin vorum róleg yfir þessum nammikössum undir rúmi eftir það.
Mér gekk bærilega að skilja kauða sem talaði ekki sitt föðurmál, íslensku, en eitthvað rámar mig í að hafa átt í erfiðleikum með orðaforðann varðandi hans framtíðardrauma, sem tengdust hermennsku, enda var lítið fjallað um slíkt í ensku knattspyrnunni þar sem ég lærði ensku.
Eitt var það sem gaurinn átti erfitt með að þola - nefnilega að ég fékk að keyra traktorana eins og greifi út um öll tún og móa, en hann ekki. Það fylgdi víst með að heiman að hann ætti ekki að stunda neina hættulega iðju í íslenskri sveit. Svo fletti ég upp á kappanum um daginn og kom þá í ljós að hann er kominn á eftirlaun eftir farsælan hermennskuferil sem endaði í Korpóralstign.
Ég fer náttúrulega ekki á eftirlaun eftir 3 ár, en ég fékk að keyra Ferguson, hehe.
Líklega er ég nú búinn að minnast á að Hafnarfjörður og nágrenni eiga líklega heimsmet í fjölda hringtorga miðað við heildarlengd gatna og íbúafjölda. Þeir sem fara af Reykjavíkurvegi í Krísuvík mega sætta sig við ein 8 hringtorg á ca. 3-4 km kafla, þar af 5 í nýja hverfinu úti á hrauninu. Jú, mér finnst leiðinlegt að keyra bíl, sérstaklega ef umferð er mikil.
Stundum dunda ég við að gúggla fólk sem ég hef verið samferða einhvern tíma á lífsleiðinni. Einn þeirra var íslensk/amerískur strákur sem var samtíða mér í sveit á Ferjubakka. Þá var ég 11 og hann 14. Við vorum þá samtals 5 þarna í sveit, hitt voru stelpur á mínum aldri. Hann fékk reglulega sælgætissendingar að heiman og mér er minnisstætt þegar hann leyfði okkur að smakka tyggjó með kanelbragði. Hvílíkur óþverri. Við hin vorum róleg yfir þessum nammikössum undir rúmi eftir það.
Mér gekk bærilega að skilja kauða sem talaði ekki sitt föðurmál, íslensku, en eitthvað rámar mig í að hafa átt í erfiðleikum með orðaforðann varðandi hans framtíðardrauma, sem tengdust hermennsku, enda var lítið fjallað um slíkt í ensku knattspyrnunni þar sem ég lærði ensku.
Eitt var það sem gaurinn átti erfitt með að þola - nefnilega að ég fékk að keyra traktorana eins og greifi út um öll tún og móa, en hann ekki. Það fylgdi víst með að heiman að hann ætti ekki að stunda neina hættulega iðju í íslenskri sveit. Svo fletti ég upp á kappanum um daginn og kom þá í ljós að hann er kominn á eftirlaun eftir farsælan hermennskuferil sem endaði í Korpóralstign.
Ég fer náttúrulega ekki á eftirlaun eftir 3 ár, en ég fékk að keyra Ferguson, hehe.
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Parketrúnir
Það voru og eru undarlegar rúnir í stofuparketinu sem hafa valdið mér umhugsun síðan ég flutti hingað. Loksins er ég búinn að koma mér upp kenningu um tilurð þeirra. Þannig var að Þorvaldur Todmobile bjó hér um stund og rispurnar eru vitanlega förin eftir sellóspjótið þegar Eyþór Arnalds fór hamförum við hljómsveitaræfingar í stofunni.
Við vorum eiginlega búin að afskrifa frekari útileguferðir þegar hann brast á með þessari hitabylgju. Sem betur fer tókst mér á lúmskan hátt að stuðla að því að familían hélt í Grímsnesið frekar en annað og þar með fengum við slíkan hita að jafnvel Önnu þótti nóg um. Við dvöldum í Hraunborgum milli Kers og Borgar og ég náði 36 holum í ferðinni og þau einum 10-11 tímum í sundlaug! Maður upplifði þarna Flórídaveður uppá nýtt en Öndverðarnesið gómaði vissulega hjarta mitt með fegurð og þokka sínum. 11 holan á Hvaleyri er nú lagleg á síðsumarskveldi þegar maður slær inní Snæfellsjökul en sú 4. í Öndverðarnesinu fer langt með að jafnast á við hana. Verst hvað verðið á bústöðum þarna er gegndarlaust.
Ólympíuleikarnir ná ekki að fanga hjarta mitt enn sem komið er enda neyti ég tæplega nógu mikils kóks og MacDonalds til að upplifa hina sönnu fegurð. Það var furðulegt að lesa um að áhorfendum sem hyggðust neyta rangra tegunda af jógúrti, gosi eða borgurum yrði vísað úr stúkunum á þessum Ólympíuleikum, og varð ekki til að efla áhugann, en vissulega er ekki hafin keppni í helstu dópgreinunum þannig að maður á e.t.v. eftir að kíkja á þetta.
Þá var nú meiri snilldin hjá Skjánum með enska boltann. Þetta lukkaðist bara dável hjá þeim og fínt að fylgjast með því sem maður kærði sig um. Það er vonandi að tilraunin með útlendu þulina fái að halda áfram. Sýn á auðvitað að setja í gang herferð fyrir 2. deild þar sem er fullt af stórliðum, eins og t.d. Derby County. Við erum komnir á beinu brautina með sigri í 3. umferð!
Við vorum eiginlega búin að afskrifa frekari útileguferðir þegar hann brast á með þessari hitabylgju. Sem betur fer tókst mér á lúmskan hátt að stuðla að því að familían hélt í Grímsnesið frekar en annað og þar með fengum við slíkan hita að jafnvel Önnu þótti nóg um. Við dvöldum í Hraunborgum milli Kers og Borgar og ég náði 36 holum í ferðinni og þau einum 10-11 tímum í sundlaug! Maður upplifði þarna Flórídaveður uppá nýtt en Öndverðarnesið gómaði vissulega hjarta mitt með fegurð og þokka sínum. 11 holan á Hvaleyri er nú lagleg á síðsumarskveldi þegar maður slær inní Snæfellsjökul en sú 4. í Öndverðarnesinu fer langt með að jafnast á við hana. Verst hvað verðið á bústöðum þarna er gegndarlaust.
Ólympíuleikarnir ná ekki að fanga hjarta mitt enn sem komið er enda neyti ég tæplega nógu mikils kóks og MacDonalds til að upplifa hina sönnu fegurð. Það var furðulegt að lesa um að áhorfendum sem hyggðust neyta rangra tegunda af jógúrti, gosi eða borgurum yrði vísað úr stúkunum á þessum Ólympíuleikum, og varð ekki til að efla áhugann, en vissulega er ekki hafin keppni í helstu dópgreinunum þannig að maður á e.t.v. eftir að kíkja á þetta.
Þá var nú meiri snilldin hjá Skjánum með enska boltann. Þetta lukkaðist bara dável hjá þeim og fínt að fylgjast með því sem maður kærði sig um. Það er vonandi að tilraunin með útlendu þulina fái að halda áfram. Sýn á auðvitað að setja í gang herferð fyrir 2. deild þar sem er fullt af stórliðum, eins og t.d. Derby County. Við erum komnir á beinu brautina með sigri í 3. umferð!
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Verkfall
Að undanförnu hef ég lesið meira en venjulega. Skammturinn sem ég náði í síðast á Borgarbóka er nánast búinn og það hefur sennilega ekki gerst árum saman að ég hafi lesið allt sem í var náð. Ja, nánast allt. Þarna var inn á milli hálfgert léttmeti eins og æviminningar Svavars Gests og einhver bók eftir Ómar Ragnarsson - Ljósið yfir landinu. Síðan las ég Summer at Little-Lava eftir einhvern ameríkana sem dvaldi sumarlangt á eyðibýlinu Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi. Ég vissi nú ekki að það væri þarna. Manngreyinu leið hálfilla þarna, enda nýbúið að myrða móður hans og þetta sumar ('96) varð hann síðan fyrir því að ung systurdóttir fórst í frægu flugslysi/hryðjuverki (?) undan ströndum New York.
Líklega verð ég að steðja í Norræna Húsið fljótlega og taka þar bækur á ný. Barnabækurnar okkar eru nefnilega einnig búnar.
Væri ekki ljótt að athuga hvort ekki er laust í Flúðabústað vikuna sem kennaraverkfallið á að byrja. Þeir eru ekki bjartsýnir um samning eins og staðan er. Frúin er í fríi og ég á nóg eftir af dögum þannig lagað... Börnin yrðu himinglöð líka.
Á 12 ára kennsluferli fór ég þrívegis í verkfall en það seinasta entist bara einn dag. Aldrei var felld niður kennsla vegna veðurs, en einu sinni þurfti að hætta um hádegi vegna þess að vatnsleiðsla fór í sundur og því ekki hægt að sturta niður úr klósettum. Þegar gerði óveður var það undantekningalítið síðdegis á föstudögum eða uppúr hádegi eftir að einsetning gekk í garð, svo að maður lenti í því að bíða með börnunum eftir að ábyrgir aðilar sæktu þau.
Fyrra langa verkfallið var ég einn af 5 í mínum skóla sem var frá störfum enda meðlimur í HÍK og þá var ég byrjandi í kennslu. Hinir 50 kennararnir kenndu af miklum móð. Ég man bara eftir því að á hverjum föstudegi kom fulltrúi þeirra með samskot í umslagi til að létta róðurinn en ég komst samt ekki í æfingaferð FH til Cayman það vor sökum blankheita og æfði með einhverjum tveimur öðrum í krapa og snjó í Krikanum alla páskana.
Í seinna skiptið var maður einn af hópnum og þá hittist kjarni fólks á hverjum degi í kaffisamsæti heima hjá einhverjum eftir sundferð til að efla samstöðuna. Síðdegis var síðan haldið í einhverja verkfallsskrifstofu til að drekka kaffi. Þetta var ömurlegt og skilaði engu í budduna. Samstaðan var hins vegar ógurleg og að sögn bregst ég alltaf ókvæða við enn þann dag í dag þegar illa er talað um starfsfólk skóla, skólastarf og kennaraverkföll. Þetta sem er í vændum gæti hins vegar skilað manni nokkrum góðum hringjum á golfvellinum á Flúðum ef allt fer á besta veg. HAHAHA!
Líklega verð ég að steðja í Norræna Húsið fljótlega og taka þar bækur á ný. Barnabækurnar okkar eru nefnilega einnig búnar.
Væri ekki ljótt að athuga hvort ekki er laust í Flúðabústað vikuna sem kennaraverkfallið á að byrja. Þeir eru ekki bjartsýnir um samning eins og staðan er. Frúin er í fríi og ég á nóg eftir af dögum þannig lagað... Börnin yrðu himinglöð líka.
Á 12 ára kennsluferli fór ég þrívegis í verkfall en það seinasta entist bara einn dag. Aldrei var felld niður kennsla vegna veðurs, en einu sinni þurfti að hætta um hádegi vegna þess að vatnsleiðsla fór í sundur og því ekki hægt að sturta niður úr klósettum. Þegar gerði óveður var það undantekningalítið síðdegis á föstudögum eða uppúr hádegi eftir að einsetning gekk í garð, svo að maður lenti í því að bíða með börnunum eftir að ábyrgir aðilar sæktu þau.
Fyrra langa verkfallið var ég einn af 5 í mínum skóla sem var frá störfum enda meðlimur í HÍK og þá var ég byrjandi í kennslu. Hinir 50 kennararnir kenndu af miklum móð. Ég man bara eftir því að á hverjum föstudegi kom fulltrúi þeirra með samskot í umslagi til að létta róðurinn en ég komst samt ekki í æfingaferð FH til Cayman það vor sökum blankheita og æfði með einhverjum tveimur öðrum í krapa og snjó í Krikanum alla páskana.
Í seinna skiptið var maður einn af hópnum og þá hittist kjarni fólks á hverjum degi í kaffisamsæti heima hjá einhverjum eftir sundferð til að efla samstöðuna. Síðdegis var síðan haldið í einhverja verkfallsskrifstofu til að drekka kaffi. Þetta var ömurlegt og skilaði engu í budduna. Samstaðan var hins vegar ógurleg og að sögn bregst ég alltaf ókvæða við enn þann dag í dag þegar illa er talað um starfsfólk skóla, skólastarf og kennaraverkföll. Þetta sem er í vændum gæti hins vegar skilað manni nokkrum góðum hringjum á golfvellinum á Flúðum ef allt fer á besta veg. HAHAHA!
laugardagur, ágúst 07, 2004
Verktakinn og altarið
Sigvaldi Ara stórverktaki og nágranni í Nesinu bauð mér einu sinni sumarvinnu. Hann vatt sér að mér á gamla Shell eitthvert vorið og kastaði þessu fram rösklega eins og hans er vandi. Ég man ekki hvað ég sagði en vann áfram hjá Vegagerð Ríkisins það sumar.
Karlinn er búinn að missa tvo vörubíla og gröfu í vikunni. Af því tilefni rifjaðist upp sagan af því þegar Steini Jóru heitinn, sá ágæti húmoristi og original, kom inn á Esso og sá Sigvalda standa við afgreiðsluborðið í samræðum við löggu sem hafði orð á sér fyrir að vera harðhent mjög. Steini var snöggur að sjá samhengið: "Nei sko, verktakinn og kverktakinn mættir."
Steini var ekki hrifinn af Volvo og sagði gjarna að ef maður læsi heitið afturábak kæmi út réttnefni þessarar tegundar. Stebbi bróðir Steina var fyrsti aðdáandi Chelsea sem ég vissi af.
Maður var alltaf að fíflast með nöfn hér áður fyrr og menn sögðu gjarna við mig: Viltu ís, Björn? Og ég reyndi að benda þeim á að spyrja frekar: Gengur þú ekki heill til skógar, Björn? Einn félaganna heitir Garðar og hann fékk alltaf brandarana um kartöflu, Garðar og skóla, Garðar. Kiddi í Lofinu kom hins vegar einu sinni sem oftar á Shell og fékk sér pulsu. Ari Björns var þá að afgreiða og spurði hvað hann vildi á pulsuna. "Allt, Ari."
Karlinn er búinn að missa tvo vörubíla og gröfu í vikunni. Af því tilefni rifjaðist upp sagan af því þegar Steini Jóru heitinn, sá ágæti húmoristi og original, kom inn á Esso og sá Sigvalda standa við afgreiðsluborðið í samræðum við löggu sem hafði orð á sér fyrir að vera harðhent mjög. Steini var snöggur að sjá samhengið: "Nei sko, verktakinn og kverktakinn mættir."
Steini var ekki hrifinn af Volvo og sagði gjarna að ef maður læsi heitið afturábak kæmi út réttnefni þessarar tegundar. Stebbi bróðir Steina var fyrsti aðdáandi Chelsea sem ég vissi af.
Maður var alltaf að fíflast með nöfn hér áður fyrr og menn sögðu gjarna við mig: Viltu ís, Björn? Og ég reyndi að benda þeim á að spyrja frekar: Gengur þú ekki heill til skógar, Björn? Einn félaganna heitir Garðar og hann fékk alltaf brandarana um kartöflu, Garðar og skóla, Garðar. Kiddi í Lofinu kom hins vegar einu sinni sem oftar á Shell og fékk sér pulsu. Ari Björns var þá að afgreiða og spurði hvað hann vildi á pulsuna. "Allt, Ari."
föstudagur, ágúst 06, 2004
X Metacarpal Sinister
Annað árið mitt í FH gekk til liðs við okkur jaxl að norðan og á fyrstu æfingu hans með okkur lenti ég í einvígi við kauða. Þetta var í Haukahúsinu. Niðurstaða einvígisins var að ég fór á slysadeild með brotið ysta bein í vinstra handarbaki. Eftir frumaðhlynningu kom í ljós að beinið var nánast klofið og því þurfti sérmeðferð.
Ekki stórmál svosem, en meðferðin fólst í því að vefja utanum beinið vír til þess að halda því saman og vírinn er enn í handarbakinu. Oft hef ég velt fyrir mér hvers vegna málmleitarmaskínur pípa ekki á mig út af þessu. Aðgerðin sjálf var hins vegar svo fyndin að ég gleymdi stund og stað. Þetta var staðdeyft en doktorinn og hjúkkan reyndust vera gamlir kunningjar og voru þarna að hittast eftir langan aðskilnað.
Meðan karlinn var að vefja utanum beinið gengu stanslaust upprifjunarsögurnar frá námsárunum með tilheyrandi hlátrasköllum þannig að ég var nánast feginn að hafa slasast svona fyrst það leiddi til slíks fagnaðarfundar. Nú er farið að grafa eitthvað á þessum stað en sennilega er bara inngróið hár eða eitthvað þaðan af ómerkilegra á ferðinni.
Eitthvað seinna fór ég á slysó út af því að mállausi kötturinn Friðfinnur beit mig í hægri úlnlið þannig að allt bólgnaði vegna sýkingar. Þá lenti ég í því að þeim sem skoðaði mig fannst þetta svo merkilegt að hann hóaði smám saman öllum á vaktinni inn í örsmáa skoðunarstofuna. Ég fékk bót meina en asskolli var þetta eitthvað hvimleitt meðan á því stóð.
Einu sinni var ég með þýskan ferðahóp í Gulla/Geysi og við fórum Nesjavallaleið í glimrandi veðri. Einn farþega hrundi niður þegar hún steig úr rútunni við fyrsta útsýnisstopp ofan Nesjavalla. Ég hljóp til og spurði hvað væri að. "Æ, bara fótbrot - þetta er í 19. skipti sem ég brýt á mér fótinn - þetta er ákveðið vandamál", sagði viðkomandi, ung og þybbin kona sem var með kærastanum á ferð. (Já það á að standa þarna 19. (nítjánda)).
Við erum ansi heppin flest okkar þrátt fyrir allt. Síðast þegar ég fór á slysadeild sneiddi ég óvart í vinstri þumal þegar ég var að saxa niður rest af gamlársskinku oná brauð með nýja hnífnum sem ég fékk mér í skiptum fyrir einhverja jólagjöf. Þá var ég einbúi og stúlkurnar sem rimpuðu þetta saman voru svo glæsilegar og skemmtilegar að ég var að því kominn að skaða mig vísvitandi sem fyrst í von um að efla við þær kynnin.
Ekki stórmál svosem, en meðferðin fólst í því að vefja utanum beinið vír til þess að halda því saman og vírinn er enn í handarbakinu. Oft hef ég velt fyrir mér hvers vegna málmleitarmaskínur pípa ekki á mig út af þessu. Aðgerðin sjálf var hins vegar svo fyndin að ég gleymdi stund og stað. Þetta var staðdeyft en doktorinn og hjúkkan reyndust vera gamlir kunningjar og voru þarna að hittast eftir langan aðskilnað.
Meðan karlinn var að vefja utanum beinið gengu stanslaust upprifjunarsögurnar frá námsárunum með tilheyrandi hlátrasköllum þannig að ég var nánast feginn að hafa slasast svona fyrst það leiddi til slíks fagnaðarfundar. Nú er farið að grafa eitthvað á þessum stað en sennilega er bara inngróið hár eða eitthvað þaðan af ómerkilegra á ferðinni.
Eitthvað seinna fór ég á slysó út af því að mállausi kötturinn Friðfinnur beit mig í hægri úlnlið þannig að allt bólgnaði vegna sýkingar. Þá lenti ég í því að þeim sem skoðaði mig fannst þetta svo merkilegt að hann hóaði smám saman öllum á vaktinni inn í örsmáa skoðunarstofuna. Ég fékk bót meina en asskolli var þetta eitthvað hvimleitt meðan á því stóð.
Einu sinni var ég með þýskan ferðahóp í Gulla/Geysi og við fórum Nesjavallaleið í glimrandi veðri. Einn farþega hrundi niður þegar hún steig úr rútunni við fyrsta útsýnisstopp ofan Nesjavalla. Ég hljóp til og spurði hvað væri að. "Æ, bara fótbrot - þetta er í 19. skipti sem ég brýt á mér fótinn - þetta er ákveðið vandamál", sagði viðkomandi, ung og þybbin kona sem var með kærastanum á ferð. (Já það á að standa þarna 19. (nítjánda)).
Við erum ansi heppin flest okkar þrátt fyrir allt. Síðast þegar ég fór á slysadeild sneiddi ég óvart í vinstri þumal þegar ég var að saxa niður rest af gamlársskinku oná brauð með nýja hnífnum sem ég fékk mér í skiptum fyrir einhverja jólagjöf. Þá var ég einbúi og stúlkurnar sem rimpuðu þetta saman voru svo glæsilegar og skemmtilegar að ég var að því kominn að skaða mig vísvitandi sem fyrst í von um að efla við þær kynnin.
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Ath
Þegar konan fer að kvarta um að hún viti ekki lengur hvað maður er að hugsa er langt síðan maður bloggaði.
Annars er orðið varasamt að blogga þegar Knattspyrnusambandið er farið að fylgjast með skrifum fótboltamanna og dæma þá í leikbann sem verða sér til skammar út af bjánabloggi. Ég þarf að spyrja gjaldkerann þeirra hvort þá vanti ekki mannskap til að fylgjast með þessu...
Líklega er ekki athyglisvert fyrir aðra en Íslendinga að bærinn þar sem gasstöðin sprakk í Belgíu nefnist Ath.
Mamma á stórafmæli í dag og ýmislegt á döfinni þótt ólíklegt sé að ég geti tekið þátt í því sökum vanheilsu Snillingsins (5). Ég hef nú alltaf verið montinn af því að eiga svona fallega og fjölhæfa mömmu. Líklega hef ég þó ekki tjáð þetta mont mitt mikið í hennar eyru enda erum við dálítið þannig karlarnir í minni fjölskyldu held ég. Við nennum ekki að tala um einhver smáatriði og tilfinningar - erum meira fyrir boltann, bókmenntir og almennan fróðleik - meiri hugsuðir en framkvæmdamenn kannski? Allt finnur sitt jafnvægi á endanum.
Alvaran byrjar á laugardag og þegar búið að redda pössun vegna knæpuferðar til að sjá leik L**ds og Derby. Hópurinn er lítill í ár, en vissar framfarir þegar sýnilegar frá sl. árum. Við eigum nokkra afar efnilega stráka sem verða mikið notaðir og síðan býst ég við allmiklu frá sóknarlínunni miðað við undangengin tvö ár. Þetta er tíunda árið sem ég er á stuðningsmannapóstlistanum Ramsnet og þar með einn þeirra sem lengst hefur verið þar.
Bloggleysi undanfarið orsakast m.a. af því að ég hef verið að basla við að koma myndasafninu til framköllunar og nú sér fyrir endann á því. Væntanlega fer á þriðja ef ekki fjórða hundrað mynda til Minneapolis í lok mánaðar til frekari vinnslu. Eitthvað hefur bæst við af myndum í albúmið og þangað kemur meira á næstunni.
Annars er orðið varasamt að blogga þegar Knattspyrnusambandið er farið að fylgjast með skrifum fótboltamanna og dæma þá í leikbann sem verða sér til skammar út af bjánabloggi. Ég þarf að spyrja gjaldkerann þeirra hvort þá vanti ekki mannskap til að fylgjast með þessu...
Líklega er ekki athyglisvert fyrir aðra en Íslendinga að bærinn þar sem gasstöðin sprakk í Belgíu nefnist Ath.
Mamma á stórafmæli í dag og ýmislegt á döfinni þótt ólíklegt sé að ég geti tekið þátt í því sökum vanheilsu Snillingsins (5). Ég hef nú alltaf verið montinn af því að eiga svona fallega og fjölhæfa mömmu. Líklega hef ég þó ekki tjáð þetta mont mitt mikið í hennar eyru enda erum við dálítið þannig karlarnir í minni fjölskyldu held ég. Við nennum ekki að tala um einhver smáatriði og tilfinningar - erum meira fyrir boltann, bókmenntir og almennan fróðleik - meiri hugsuðir en framkvæmdamenn kannski? Allt finnur sitt jafnvægi á endanum.
Alvaran byrjar á laugardag og þegar búið að redda pössun vegna knæpuferðar til að sjá leik L**ds og Derby. Hópurinn er lítill í ár, en vissar framfarir þegar sýnilegar frá sl. árum. Við eigum nokkra afar efnilega stráka sem verða mikið notaðir og síðan býst ég við allmiklu frá sóknarlínunni miðað við undangengin tvö ár. Þetta er tíunda árið sem ég er á stuðningsmannapóstlistanum Ramsnet og þar með einn þeirra sem lengst hefur verið þar.
Bloggleysi undanfarið orsakast m.a. af því að ég hef verið að basla við að koma myndasafninu til framköllunar og nú sér fyrir endann á því. Væntanlega fer á þriðja ef ekki fjórða hundrað mynda til Minneapolis í lok mánaðar til frekari vinnslu. Eitthvað hefur bæst við af myndum í albúmið og þangað kemur meira á næstunni.