fimmtudagur, desember 30, 2004
Takk - enga bók
Það er langt síðan ég fékk bók í jólagjöf. Man eftir að afi Björn gaf mér Perestrojku forðum daga en er ekki viss um að það hafi verið jólagjöf. Ég las hana ekki. Maður býr við ofgnótt lesefnis og ekki hef ég þörf fyrir að eiga það sem ég les. Maður dröslar heim öðru hvoru einhverju af útsölum og þá með heilmiklu samviskubiti því sannarlega er ekkert pláss fyrir bækur endalaust.
Loksins náði ég að klára Little Children og hún fer í þann ágæta flokk sem inniheldur átakalitlar, kómískar samtímabókmenntir, amerískar, sem ég er doldið veikur fyrir. Aldrei þessu vant er höfundurinn þó ekki kona.
Hey, Guðjón Þórðarson er mættur til landsins. Ég sem var hálfjákvæður gagnvart karlinum af því að hann er sá eini sem hefur valið mig í úrvalslið, en vonandi sleppur maður við að hafa hann í varpinu mikið það sem eftir er fótboltavetrar. Það var á við þrekæfingu hjá Njáli Eiðs eða töflufund hjá Herði Hilmars að hlusta á fyrri hálfleikinn í Newcastle-Arsenal í gærkvöld. G.Þ. malaði stanslaust um einhver knattspyrnuleg selvfölgeligheter í sínum gamalkunna besserwisserfrasastíl. Maður fór feginn í svæfingarstörf með varpið hljóðlaust í bakgrunninum. Undrið (2) pældi sífellt í því hver hefði meiðst meira, röndótti karlinn eða rauði. Amma Hildur horfði alltaf á íþróttaþætti með sama hugarfari - einkum skíðakeppni. Snillingurinn (5) horfði líka á seinni hálfleikinn og var stöðugt ósammála dómgæslunni. Það kalla ég að vera efnilegur íþróttamaður. Reyndar velti hann líka mikið fyrir sér hvernig myndatökumennirnir færu að því að fylgja eftir boltanum alltaf hreint ef þeir væru einhvers staðar uppi í rjáfri á vellinum. Á endanum sofnuðum við þó öll í einni klessu - eins og vanalega liggur mér við að segja.
Loksins náði ég að klára Little Children og hún fer í þann ágæta flokk sem inniheldur átakalitlar, kómískar samtímabókmenntir, amerískar, sem ég er doldið veikur fyrir. Aldrei þessu vant er höfundurinn þó ekki kona.
Hey, Guðjón Þórðarson er mættur til landsins. Ég sem var hálfjákvæður gagnvart karlinum af því að hann er sá eini sem hefur valið mig í úrvalslið, en vonandi sleppur maður við að hafa hann í varpinu mikið það sem eftir er fótboltavetrar. Það var á við þrekæfingu hjá Njáli Eiðs eða töflufund hjá Herði Hilmars að hlusta á fyrri hálfleikinn í Newcastle-Arsenal í gærkvöld. G.Þ. malaði stanslaust um einhver knattspyrnuleg selvfölgeligheter í sínum gamalkunna besserwisserfrasastíl. Maður fór feginn í svæfingarstörf með varpið hljóðlaust í bakgrunninum. Undrið (2) pældi sífellt í því hver hefði meiðst meira, röndótti karlinn eða rauði. Amma Hildur horfði alltaf á íþróttaþætti með sama hugarfari - einkum skíðakeppni. Snillingurinn (5) horfði líka á seinni hálfleikinn og var stöðugt ósammála dómgæslunni. Það kalla ég að vera efnilegur íþróttamaður. Reyndar velti hann líka mikið fyrir sér hvernig myndatökumennirnir færu að því að fylgja eftir boltanum alltaf hreint ef þeir væru einhvers staðar uppi í rjáfri á vellinum. Á endanum sofnuðum við þó öll í einni klessu - eins og vanalega liggur mér við að segja.
miðvikudagur, desember 29, 2004
Rövl
Rétt í þessu var ég að ljúka við eitt mikilvægasta verkefni ársins, nefnilega myndagátu Moggans. Sendi auðvitað inn lausnina sem og fyrir krossgátuna og hef sjálfsagt góðan skilding upp úr krafsinu, eins og aldrei áður. Krossgátur voru skemmtilegar á snemmunglingsárum en síðan of léttar og bara handavinna. Svo var ég skæður í norskum krossgátum á tímabili, keypti páskablað Norsk Ukeblad á útsölum því þar var sérhefti með krossgátum en svo var þetta orðið of:
a) tengt því að maður horfði á norskt sjónvarp
b) útvaðandi í sérnorskum krossgátuorðum og því handavinna eins og Lesbókargátan
Annars er merkilegt að maður var nú ekki par hrifinn af norskum fjölmiðlum á Noregsárunum. Þar sem ég bjó var hægt að ná sænsku útvarpi og maður nýtti sér það. En það var bara ein sjónvarpsstöð, mamma mia! Ennerrko. Það var nú gott að hafa gott bókasafn í Brumunddal, og Hamar. Því nefni ég þetta að nú svissa ég oft yfir á norskar netútvarpsstöðvar þegar mig vantar þægindi í tónlist - þar sem verið er að syngja um eitthvað huggulegt ekki bara fjandans hávaði í gangi.
Ég hef tekið eftir því að Velvakandabréfin í almesta skammdeginu bera hugmyndaflugi landans fagurt vitni. Menn seilast óvenjudjúpt í sarpinn í röfli sínu: Hvað um manninn sem áleit að menn gætu orðið kolruglaðir út af því hvernig orðið stemning/stemming/stemmning er skrifað? Eða þessi sem kvartaði yfir því að yfirkonan í Nóatúni var með múður þegar hann hélt því fram að tölvan í búðarkassanum væri hægvirk...Og hinn sem sá ástæðu til að fjargviðrast yfir því að skólastjórinn í Smáraskóla fór fram á að klappað væri fyrir kennurum... Mikið vildi ég hafa tíma til að velta mér upp úr svona áhyggjum, en svo er ég ekkert betri úr því að ég nenni að röfla sjálfur um þetta.
Gaman að sjá að Ingvar Sig. fékk besta dóminn í Mbl. þar sem jólaleikritið var hálshöggvið. Hann var að leika Björn Jónsson, blessaður drengurinn, og hefur eflaust nýtt sér gömul og góð kynni úr Hrepparasamstarfinu.
Snillingurinn (5) fékk snjóþotu í jólagjöf og náði að brjóta hana á nýjum mettíma, sem sagt í annarri ferð niður stóru brekkuna í Ártúnsholti/Elliðaárdal. (Hugsanlega gerðist þetta í fyrstu ferð en hann lét mig ekki vita.) Hann náði einnig að glata pinnanum sem festa átti nýju reiðhjólalugtina á stýrið - í fyrstu ferð. Meira að segja ég var ekki svona hrikalegur böðull á hluti, held ég. Reiðlétti mig hver sem veit betur. Mér var skapi næst að berja uppá hjá # í safninu hans og heimta kaffi meðan þeir Snillingur skoðuðu safnið. Sem gamall línumaður veit maður nú allt um rafurmagn, sögu þess og eðli - not. Grínlaust þá væri gaman að fara þarna inn einhvern tíma. Ég hef mikið velt fyrir mér hvort stauraskórnir á safninu eru úr flatjárni eða rörum - ekki gera allir sér grein fyrir muninum en hann er rosalegur - treystið mér.
Spurningin er núna hvort maður á að gera tilraun til að gera við bannsetta snjóþotuna með einhvers konar spelkuverki/saumaskap eða segja bara með uppgjafarsvip: „Svona fer fyrir græjuböðlum, góði minn! Manstu - þú varst ekki ársgamall þegar þú varst búinn að stúta þáverandi hljómtækjum heimilisins..."
a) tengt því að maður horfði á norskt sjónvarp
b) útvaðandi í sérnorskum krossgátuorðum og því handavinna eins og Lesbókargátan
Annars er merkilegt að maður var nú ekki par hrifinn af norskum fjölmiðlum á Noregsárunum. Þar sem ég bjó var hægt að ná sænsku útvarpi og maður nýtti sér það. En það var bara ein sjónvarpsstöð, mamma mia! Ennerrko. Það var nú gott að hafa gott bókasafn í Brumunddal, og Hamar. Því nefni ég þetta að nú svissa ég oft yfir á norskar netútvarpsstöðvar þegar mig vantar þægindi í tónlist - þar sem verið er að syngja um eitthvað huggulegt ekki bara fjandans hávaði í gangi.
Ég hef tekið eftir því að Velvakandabréfin í almesta skammdeginu bera hugmyndaflugi landans fagurt vitni. Menn seilast óvenjudjúpt í sarpinn í röfli sínu: Hvað um manninn sem áleit að menn gætu orðið kolruglaðir út af því hvernig orðið stemning/stemming/stemmning er skrifað? Eða þessi sem kvartaði yfir því að yfirkonan í Nóatúni var með múður þegar hann hélt því fram að tölvan í búðarkassanum væri hægvirk...Og hinn sem sá ástæðu til að fjargviðrast yfir því að skólastjórinn í Smáraskóla fór fram á að klappað væri fyrir kennurum... Mikið vildi ég hafa tíma til að velta mér upp úr svona áhyggjum, en svo er ég ekkert betri úr því að ég nenni að röfla sjálfur um þetta.
Gaman að sjá að Ingvar Sig. fékk besta dóminn í Mbl. þar sem jólaleikritið var hálshöggvið. Hann var að leika Björn Jónsson, blessaður drengurinn, og hefur eflaust nýtt sér gömul og góð kynni úr Hrepparasamstarfinu.
Snillingurinn (5) fékk snjóþotu í jólagjöf og náði að brjóta hana á nýjum mettíma, sem sagt í annarri ferð niður stóru brekkuna í Ártúnsholti/Elliðaárdal. (Hugsanlega gerðist þetta í fyrstu ferð en hann lét mig ekki vita.) Hann náði einnig að glata pinnanum sem festa átti nýju reiðhjólalugtina á stýrið - í fyrstu ferð. Meira að segja ég var ekki svona hrikalegur böðull á hluti, held ég. Reiðlétti mig hver sem veit betur. Mér var skapi næst að berja uppá hjá # í safninu hans og heimta kaffi meðan þeir Snillingur skoðuðu safnið. Sem gamall línumaður veit maður nú allt um rafurmagn, sögu þess og eðli - not. Grínlaust þá væri gaman að fara þarna inn einhvern tíma. Ég hef mikið velt fyrir mér hvort stauraskórnir á safninu eru úr flatjárni eða rörum - ekki gera allir sér grein fyrir muninum en hann er rosalegur - treystið mér.
Spurningin er núna hvort maður á að gera tilraun til að gera við bannsetta snjóþotuna með einhvers konar spelkuverki/saumaskap eða segja bara með uppgjafarsvip: „Svona fer fyrir græjuböðlum, góði minn! Manstu - þú varst ekki ársgamall þegar þú varst búinn að stúta þáverandi hljómtækjum heimilisins..."
laugardagur, desember 25, 2004
Gleðileg jól
Jú, ég fór í Langholtið og söng með því góða liði þótt ekki væri röddin upp á marga fiska. Mér finnst nú Guðbrandskirkjan ekki sérlega notaleg en fólkið margbætir það upp. Reyndar þekkti ég ekki nema e.t.v. fimmtung söngfólksins en samt er eins og þarna sé minn heimavöllur í söng. Manni er treyst til góðra verka og lögin eru skemmtileg. Íhaldsgaurinn ég viðurkenni fúslega að það heillar mig meira að syngja Jóhannesarpassíu en African Sanctus á vormisseri, en í bili verð ég Voxari áfram af praktískum ástæðum.
Snillingurinn (5) náði góðri heilsu kl. 11.00 á Þorláksmessu. Hafði þá ælt einu sinni um morguninn og í tilefni af því söng Undrið (2) honum til heiðurs og skáldaði sjálft: "Nonni á heima á ælandi, ælandi, ælandi, Nonni á heima á ælandi-i, ælandinu góða."
Ég var sérlega sáttur við þennan aðfangadag: kom seint í mat vegna messustands, en borðaði fínan mat og vel af honum. Pakkasprengjan varði aðeins um 40 mínútur og þar af var ég hálftíma að setja saman BabyBorn kerru. Óvenjulítið var um að pabbar þyrftu að setja saman leikföng á staðnum, en hins vegar þóttu leikföng óvenjuföst í umbúðunum þetta árið. Allt sem ég fékk var frábært og kemur sér vel. Svo þegar nóg var komið setti tengdó upptöku af gamalli afmælisveislu í tækið og spilaði. Þar var ég með uppákomu og frumsamið efni af mismiklum gæðum og minn skáldskapur þolir nú ekki of mikið af dagsins ljósi.
Gleðileg jól, fólk.
Snillingurinn (5) náði góðri heilsu kl. 11.00 á Þorláksmessu. Hafði þá ælt einu sinni um morguninn og í tilefni af því söng Undrið (2) honum til heiðurs og skáldaði sjálft: "Nonni á heima á ælandi, ælandi, ælandi, Nonni á heima á ælandi-i, ælandinu góða."
Ég var sérlega sáttur við þennan aðfangadag: kom seint í mat vegna messustands, en borðaði fínan mat og vel af honum. Pakkasprengjan varði aðeins um 40 mínútur og þar af var ég hálftíma að setja saman BabyBorn kerru. Óvenjulítið var um að pabbar þyrftu að setja saman leikföng á staðnum, en hins vegar þóttu leikföng óvenjuföst í umbúðunum þetta árið. Allt sem ég fékk var frábært og kemur sér vel. Svo þegar nóg var komið setti tengdó upptöku af gamalli afmælisveislu í tækið og spilaði. Þar var ég með uppákomu og frumsamið efni af mismiklum gæðum og minn skáldskapur þolir nú ekki of mikið af dagsins ljósi.
Gleðileg jól, fólk.
fimmtudagur, desember 23, 2004
Munurinn á...
Í gærkvöld fór Snillingurinn (5) lasinn upp á bráðavakt barnaspítala með okkur foreldrum eftir að heilt barnaafmæli hafði komist að þeirri sameiginlegu og hárréttu niðurstöðu að best væri að vera viss um að allt væri í lagi. Hann fór jú í eyrnaröraaðgerð í gærmorgun og slappaðist jafnt og þétt upp úr því. Ígerð eða eitthvað - hvað veit maður?
Rólegheit og jólaskraut á vaktinni og hjúkkan sem tók á móti okkur á stráka á svipuðu reki og þann stutta þannig að hún kunni tökin. Engin bið og læknirinn búinn að staðfesta að þetta væri ekki meiriháttar, ráðlagði um lyf og var farinn að rifja upp æskuárin og tengja við ættingja frúarinnar áður en hálftími var liðinn. Kr. 410 kostaði þetta, ef ég heyrði rétt, og við feðgar fórum heim en mamma gat farið aftur í afmælið að ná í Undrið (2).
Fyrir tæpum 6 mánuðum fórum við með Undrið (2) á bráðavakt í Orlando, Fla. og þar var annað uppi á teningnum. 2. tíma bið innanum vopnaða löggu, blóðuga vitleysinga, og dópista (og vissulega venjulegt fólk líka), og síðan kom læknirinn eftir klukkutíma viðbótarbið á skoðunarstofu. Athugun og úrskurður tók ámótalangan tíma og í gærkvöld. $ 410 eða þar um bil kostuðu herlegheitin þar... Hefði sjálfsagt kostað miklu meira ef við hefðum farið til barnasérfræðings.
Snillingurinn fór beint í bælið þegar heim kom og vildi fá sinn lestur. Að því loknu ældi hann og bað síðan um óskalag - Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og vinurinn sofnaði vært um það bil sem komið var að þeim áttunda. Þá sannfærðist ég endanlega um að allt væri nokkurn veginn með felldu. Vonandi gengur þetta skjótt yfir þannig að hann fái notið jóla í botn.
Ég kláraði allmikið verkefni í vinnunni í dag og svo kom tilkynning um að búið væri að negla niður flottan sölusamning í útlöndum. Þá þurfti endilega að koma tilkynning um að ein samstarfskonan hefði greinst með mein og yrði frá á næstunni... Hvora tilkynninguna hefðuð þið valið að fá?
Talandi um Florida hér að ofan þá dundaði ég mér við það fyrir svefninn um daginn að skjótast í huganum yfir golfvellina fjóra sem við svilar spiluðum í fríinu góða. Ég man hverja holu eins og gerst hafi í gær, og á góðri stund nýlega bauð svili mér í dálítið golfskrepp einhvern tíma á vormánuðum. Eins gott að láta það ekki gleymast. Um að gera að nota slík tækifæri þegar þau bjóðast, öllum að kostnaðarlitlu.
Rólegheit og jólaskraut á vaktinni og hjúkkan sem tók á móti okkur á stráka á svipuðu reki og þann stutta þannig að hún kunni tökin. Engin bið og læknirinn búinn að staðfesta að þetta væri ekki meiriháttar, ráðlagði um lyf og var farinn að rifja upp æskuárin og tengja við ættingja frúarinnar áður en hálftími var liðinn. Kr. 410 kostaði þetta, ef ég heyrði rétt, og við feðgar fórum heim en mamma gat farið aftur í afmælið að ná í Undrið (2).
Fyrir tæpum 6 mánuðum fórum við með Undrið (2) á bráðavakt í Orlando, Fla. og þar var annað uppi á teningnum. 2. tíma bið innanum vopnaða löggu, blóðuga vitleysinga, og dópista (og vissulega venjulegt fólk líka), og síðan kom læknirinn eftir klukkutíma viðbótarbið á skoðunarstofu. Athugun og úrskurður tók ámótalangan tíma og í gærkvöld. $ 410 eða þar um bil kostuðu herlegheitin þar... Hefði sjálfsagt kostað miklu meira ef við hefðum farið til barnasérfræðings.
Snillingurinn fór beint í bælið þegar heim kom og vildi fá sinn lestur. Að því loknu ældi hann og bað síðan um óskalag - Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og vinurinn sofnaði vært um það bil sem komið var að þeim áttunda. Þá sannfærðist ég endanlega um að allt væri nokkurn veginn með felldu. Vonandi gengur þetta skjótt yfir þannig að hann fái notið jóla í botn.
Ég kláraði allmikið verkefni í vinnunni í dag og svo kom tilkynning um að búið væri að negla niður flottan sölusamning í útlöndum. Þá þurfti endilega að koma tilkynning um að ein samstarfskonan hefði greinst með mein og yrði frá á næstunni... Hvora tilkynninguna hefðuð þið valið að fá?
Talandi um Florida hér að ofan þá dundaði ég mér við það fyrir svefninn um daginn að skjótast í huganum yfir golfvellina fjóra sem við svilar spiluðum í fríinu góða. Ég man hverja holu eins og gerst hafi í gær, og á góðri stund nýlega bauð svili mér í dálítið golfskrepp einhvern tíma á vormánuðum. Eins gott að láta það ekki gleymast. Um að gera að nota slík tækifæri þegar þau bjóðast, öllum að kostnaðarlitlu.
miðvikudagur, desember 22, 2004
Jólastress
Ætli pósturinn sé með mann í því að vigta kort. Nú hef ég nefnilega áhyggjur af því að kortin mín hafi verið 21 g en ekki 20 g eins og kveðið er á um ef maður ætlar að nota 45 kr. frímerki. Svo smyglaði ég einu korti til Noregs með á þessu 45 kr. gjaldi. Það kemst sjálfsagt aldrei á áfangastað.
Sumir fjalla í aðdraganda jólanna um léttvægi hefða í þessu jólabasli, sérstaklega hvað varðar mat. Nú er ég íhaldsgaur en get að vissu leyti tekið undir þetta. Samt held ég að börnin líti málið allt öðrum augum. Þau vilja hafa sitt á hreinu. Ég rak upp dálítið stór augu þegar frúin vildi fá upp jólatréð sem fyrst (fyrir viku) og lét það danka fram yfir sl. helgi að ná í tré - en nú líður mér stórvel að sjá skreytt tré í stofunni. Verst bara að tréð tekur plássið sem aðalhljóðfæri heimilisins á venjulega. Tónlistariðkun er nefnilega ríkur þáttur í minni jólahefð, enda mörg þessara jólalaga í uppáhaldi.
Þannig var að um nokkurra ára skeið á síðunglingsárunum sat ég í Borgarneskirkju í góðum félagsskap við aftansöng á aðfangadagskvöld. Eyvindur Ásmundsson var í sama bekk og Pétur Júll í næsta fyrir aftan. Eyvindur var þá ekki í kirkjukórnum af einhverjum ástæðum en leitun var að öðrum eins tenór í Borgarfirði og er enn. Pétur var hins vegar góðkunningi úr bernsku þegar maður fékk að sitja í vörubílnum hjá honum í alls konar sandflutningsferðum. Kosturinn við þetta var að maður fékk englasöng frá Eyvindi og brjóstsykur hjá Pétri - Bismark ef ég man rétt. Svo kom Aðfangadagskvöld jóla eftir Stefán frá Hvítadal/Kaldalóns og þá voru komin jól.
Annars er manni dálítið ofarlega í huga vísan hans Pröysen:
Nå har vi vaske golvet og vi har böri ved,
og vi har sett opp fuggelband og vi har pynte tre'.
Menn geta og gera mismikið í tilefni hins og þessa en aðalatriðið að maður geri sitt, hvað sem kröfur nútímans kalla á í gjöfum, mat, tónlist, og öðru jólaveseni hverju sinni. Það kemur oftast í ljós löngu eftirá hvað skiptir máli. Margir muna ekkert hvað þeir fengu í jólagjöf í fyrra, en ég man til dæmis einkar vel eftir vasahnífnum sem ég fékk frá litlu systur fyrir nákvæmlega 20 árum og á hann enn.
Annars væri gaman að fá að einhvern tíma að syngja Aðfangadagskvöld jóla. Ég er hálfpartinn að hugsa um að fá leyfi til að fara í Langholtið og syngja þar við aftansöng á aðfangadag, enda velkominn þar, og hvað sem verður á dagskránni er víst að maður rennir gegnum Hátíðarsöngvana hans Bjarna og þá er hálfur sigur unninn...
Sumir fjalla í aðdraganda jólanna um léttvægi hefða í þessu jólabasli, sérstaklega hvað varðar mat. Nú er ég íhaldsgaur en get að vissu leyti tekið undir þetta. Samt held ég að börnin líti málið allt öðrum augum. Þau vilja hafa sitt á hreinu. Ég rak upp dálítið stór augu þegar frúin vildi fá upp jólatréð sem fyrst (fyrir viku) og lét það danka fram yfir sl. helgi að ná í tré - en nú líður mér stórvel að sjá skreytt tré í stofunni. Verst bara að tréð tekur plássið sem aðalhljóðfæri heimilisins á venjulega. Tónlistariðkun er nefnilega ríkur þáttur í minni jólahefð, enda mörg þessara jólalaga í uppáhaldi.
Þannig var að um nokkurra ára skeið á síðunglingsárunum sat ég í Borgarneskirkju í góðum félagsskap við aftansöng á aðfangadagskvöld. Eyvindur Ásmundsson var í sama bekk og Pétur Júll í næsta fyrir aftan. Eyvindur var þá ekki í kirkjukórnum af einhverjum ástæðum en leitun var að öðrum eins tenór í Borgarfirði og er enn. Pétur var hins vegar góðkunningi úr bernsku þegar maður fékk að sitja í vörubílnum hjá honum í alls konar sandflutningsferðum. Kosturinn við þetta var að maður fékk englasöng frá Eyvindi og brjóstsykur hjá Pétri - Bismark ef ég man rétt. Svo kom Aðfangadagskvöld jóla eftir Stefán frá Hvítadal/Kaldalóns og þá voru komin jól.
Annars er manni dálítið ofarlega í huga vísan hans Pröysen:
Nå har vi vaske golvet og vi har böri ved,
og vi har sett opp fuggelband og vi har pynte tre'.
Menn geta og gera mismikið í tilefni hins og þessa en aðalatriðið að maður geri sitt, hvað sem kröfur nútímans kalla á í gjöfum, mat, tónlist, og öðru jólaveseni hverju sinni. Það kemur oftast í ljós löngu eftirá hvað skiptir máli. Margir muna ekkert hvað þeir fengu í jólagjöf í fyrra, en ég man til dæmis einkar vel eftir vasahnífnum sem ég fékk frá litlu systur fyrir nákvæmlega 20 árum og á hann enn.
Annars væri gaman að fá að einhvern tíma að syngja Aðfangadagskvöld jóla. Ég er hálfpartinn að hugsa um að fá leyfi til að fara í Langholtið og syngja þar við aftansöng á aðfangadag, enda velkominn þar, og hvað sem verður á dagskránni er víst að maður rennir gegnum Hátíðarsöngvana hans Bjarna og þá er hálfur sigur unninn...
mánudagur, desember 20, 2004
Jólakortin
Á hverju ári hugsar maður með sér að það sé nú tóm vitleysa að senda fólki jólakort sem maður hefur hvorki séð né heyrt árum saman. En einhvern veginn verður maður að leyfa fólki að fylgjast með. Ég man alltaf eftir jólakortunum frá Gæja frænda í Óðinsvéum sem maður hitti aldrei en fékk að fylgjast með stelpunum hans vaxa úr grasi á jólakortum. Svo verður maður eflaust væmnari með árunum og þörfin fyrir að plögga undursamleika afkvæmanna gerir að verkum að sumt fólk fær enn einu sinni að líta börnin á jólakorti hvort sem því líkar betur eða verr. Sú mynd fylgir blogginu fram yfir áramót.
Snillingurinn (5) fór á sitt fyrsta fótboltamót á laugardag og var kátur með þátttökuna. Segir gjarna þannig frá að þeir hafi ekki tapað leik en hann hafi nú ekki komið mikið við boltann...Ég sagði nú aldrei „áfram KR" en að því hlýtur að koma fyrr en síðar. Ef mínu liði gekk sérlega vel þurfti ég ekki mikið að koma við boltann ef ég man rétt, en það gerðist nú ekki ýkja oft. Derby gengur hins vegar vel og með góðri jólavertíð ættu þeir að koma sér í umspilsstöðu.
Ég er hrikalega á móti þessari reglu: faraúrtreyju=gult spjald. Ég man að eftir að börnin mín fæddust rauk ég beint út í horn á spítalastofunni og svipti mér úr skyrtunni og henti henni í einhvern viðstaddan hjúkrunarfræðing. Viðbrögðin voru þau sömu þegar ég útskrifaðist úr helstu menntastofnunum sem ég hef sótt. Þið þekkið þessa tilfinningu örugglega - á miklum gleðistundum heltekur mann óskiljanleg þörf fyrir að fara úr að ofan, ekki satt?
Nei, annars. Mitt villtasta fagn var sennilega Ballettinn sem ég tók eftir gott skallamark gegn ÍBV í 1-2 tapleik forðum daga. Þegar ég verð orðinn verulega tæknivæddur kem ég þeim merka atburði fyrir á netinu einhvers staðar. -Helgi Tómasson hvað? - Ég skil annars ekki þessa vitleysu með að þurfa að afklæðast að skoruðu marki, en hlýt að fagna því að körfubolta- eða handboltamenn hafi ekki enn fattað hvað þetta er mikilvægur hluti leiksins.
Snillingurinn (5) fór á sitt fyrsta fótboltamót á laugardag og var kátur með þátttökuna. Segir gjarna þannig frá að þeir hafi ekki tapað leik en hann hafi nú ekki komið mikið við boltann...Ég sagði nú aldrei „áfram KR" en að því hlýtur að koma fyrr en síðar. Ef mínu liði gekk sérlega vel þurfti ég ekki mikið að koma við boltann ef ég man rétt, en það gerðist nú ekki ýkja oft. Derby gengur hins vegar vel og með góðri jólavertíð ættu þeir að koma sér í umspilsstöðu.
Ég er hrikalega á móti þessari reglu: faraúrtreyju=gult spjald. Ég man að eftir að börnin mín fæddust rauk ég beint út í horn á spítalastofunni og svipti mér úr skyrtunni og henti henni í einhvern viðstaddan hjúkrunarfræðing. Viðbrögðin voru þau sömu þegar ég útskrifaðist úr helstu menntastofnunum sem ég hef sótt. Þið þekkið þessa tilfinningu örugglega - á miklum gleðistundum heltekur mann óskiljanleg þörf fyrir að fara úr að ofan, ekki satt?
Nei, annars. Mitt villtasta fagn var sennilega Ballettinn sem ég tók eftir gott skallamark gegn ÍBV í 1-2 tapleik forðum daga. Þegar ég verð orðinn verulega tæknivæddur kem ég þeim merka atburði fyrir á netinu einhvers staðar. -Helgi Tómasson hvað? - Ég skil annars ekki þessa vitleysu með að þurfa að afklæðast að skoruðu marki, en hlýt að fagna því að körfubolta- eða handboltamenn hafi ekki enn fattað hvað þetta er mikilvægur hluti leiksins.
föstudagur, desember 17, 2004
Búðarspjall
Ég hitti mann í verslun í gær. Þetta er náungi sem var langt til hliðar í kunningjahópnum á æskuárunum - kom alltaf í Borgarnes til þess að vera hjá ömmu og afa yfir sumartímann og vann við verklegar framkvæmdir. Það kom fyrir að við spiluðum saman fótbolta. Fyrir ca. 7 árum átti ég eitthvað saman við kappan að sælda varðandi ljósmyndun og aftur fyrir tæpum tveimur árum er fjölskylda mín var fyrirsæta fyrir Smáralind, en svo fór nú samt að við spjölluðum þarna hátt í korter á krítískum fjölskyldutíma eins og mestu mátar!
Nóatún auglýsir grimmt þessa dagana. Meistarakokkurinn sem auglýsir svínaketið er ja, dálítið svínslegur og manni finnst dularfullt hvað þeir leggja mikla áherslu á reykt ket - okkar ágæta Nóatún hérna í V-bæ er jú rústir einar eftir bruna...
Eitt af því sem óttast var að félli alveg niður á árinu var framköllun og stækkun í svarthvítu, með vökvum lykt og alles. Ég tók hins vegar smáskurk í því um daginn en var óánægður með niðurstöðuna þannig að vinnsla jólamyndar í ár fór fram í tölvu. Manni líður satt að segja eins og svikahrappi við að viðurkenna þetta, en náunginn í versluninni vinnur sem ljósmyndari og hann sagðist ekki hafa unnið mynd frá filmu yfir á pappír á hefðbundinn hátt í rúm tvö ár. O, tempora!
Hvað um það - dúkskurður ársins er með geimþema en frúnni fannst tunglið snúa öfugt á myndinni sem ég bjó til fyrir jólakortið og hún taldi ólíklegt að nokkur áttaði sig á því hvað MMIV þýddi. (Þegar maður sker í dúk þarf að spegla þannig að ég skrifaði bara VIMM, hahaha!) Mér er svo sem sama þótt rómverskar tölur verði gestaþraut á einhverjum heimilum en tunglið getur ekki snúið öfugt að mínu mati. Reglan um bumbuna á tunglinu kemur í mínum heila úr dönsku: ef bumban snýr svona: ( , eins og í a, er tunglið að minnka - av- en ef bumban snýr svona: ) eins og í p, er það að stækka - på.
Garfunkel spurði í góðu lagi einu sinni: Do space men pass lost souls on their way to Mars? (sjá: Feuilles-oh, sem reyndar er með kóral úr jólaóratóríu Bach sem meginstef, hvaðan sem Bach karlinn stal því nú)
Ég spyr: Eru jólatré innan marka á dúkskurðarmynd með geimþema?
Nóatún auglýsir grimmt þessa dagana. Meistarakokkurinn sem auglýsir svínaketið er ja, dálítið svínslegur og manni finnst dularfullt hvað þeir leggja mikla áherslu á reykt ket - okkar ágæta Nóatún hérna í V-bæ er jú rústir einar eftir bruna...
Eitt af því sem óttast var að félli alveg niður á árinu var framköllun og stækkun í svarthvítu, með vökvum lykt og alles. Ég tók hins vegar smáskurk í því um daginn en var óánægður með niðurstöðuna þannig að vinnsla jólamyndar í ár fór fram í tölvu. Manni líður satt að segja eins og svikahrappi við að viðurkenna þetta, en náunginn í versluninni vinnur sem ljósmyndari og hann sagðist ekki hafa unnið mynd frá filmu yfir á pappír á hefðbundinn hátt í rúm tvö ár. O, tempora!
Hvað um það - dúkskurður ársins er með geimþema en frúnni fannst tunglið snúa öfugt á myndinni sem ég bjó til fyrir jólakortið og hún taldi ólíklegt að nokkur áttaði sig á því hvað MMIV þýddi. (Þegar maður sker í dúk þarf að spegla þannig að ég skrifaði bara VIMM, hahaha!) Mér er svo sem sama þótt rómverskar tölur verði gestaþraut á einhverjum heimilum en tunglið getur ekki snúið öfugt að mínu mati. Reglan um bumbuna á tunglinu kemur í mínum heila úr dönsku: ef bumban snýr svona: ( , eins og í a, er tunglið að minnka - av- en ef bumban snýr svona: ) eins og í p, er það að stækka - på.
Garfunkel spurði í góðu lagi einu sinni: Do space men pass lost souls on their way to Mars? (sjá: Feuilles-oh, sem reyndar er með kóral úr jólaóratóríu Bach sem meginstef, hvaðan sem Bach karlinn stal því nú)
Ég spyr: Eru jólatré innan marka á dúkskurðarmynd með geimþema?
þriðjudagur, desember 14, 2004
Ellin kallar
Kannski var ég kominn á aldur þegar ég hætti að reyna lengur að fylgjast með góðri nýrri tónlist af alvöru. Það er meira en að segja það að geta tjáð sig um alla mögulega tónlist sem er í gangi og vera popppunktsfær varðandi helstu dilligellur á vinsældarlistum. Seinast fór ég á tónleika að eigin frumkvæði þegar Gipsy Kings komu í Höllina!
Nú er svo komið að ég hef aðgang að býsna góðu safni alls kyns tónlistar sem nær til nútíma, íslenskt og erlent. Maður svo sem prófar hitt og þetta en endar oftast í því kunnuglega. Einna helst að Móri hafi náð til mín af því sem er í boði - og auðvitað Hera frá NZ. Mér finnst bara Hera langflottust af þessum ungu dömum og þá er Eivör talin með. Þórunn Antónía er herfilega léleg, en það pirrar mig meira en flest hvað Ragnheiður Gröndal og Eivör eru háværar á innsoginu. Hlustið eftir því gott fólk og þið munuð heyra hvað ég á við.
Fyrir ca. fimm árum mælti félagi Hermann Ingi, LogaPapi og fv. matráður, með tónlistinni úr Capeman við mig og nú loksins er ég að heyra þetta. Það var engin tilviljun að fyrsta platan sem ég keypti mér EVER var Simon & Garfunkel's Greatest Hits.
Nú er svo komið að ég hef aðgang að býsna góðu safni alls kyns tónlistar sem nær til nútíma, íslenskt og erlent. Maður svo sem prófar hitt og þetta en endar oftast í því kunnuglega. Einna helst að Móri hafi náð til mín af því sem er í boði - og auðvitað Hera frá NZ. Mér finnst bara Hera langflottust af þessum ungu dömum og þá er Eivör talin með. Þórunn Antónía er herfilega léleg, en það pirrar mig meira en flest hvað Ragnheiður Gröndal og Eivör eru háværar á innsoginu. Hlustið eftir því gott fólk og þið munuð heyra hvað ég á við.
Fyrir ca. fimm árum mælti félagi Hermann Ingi, LogaPapi og fv. matráður, með tónlistinni úr Capeman við mig og nú loksins er ég að heyra þetta. Það var engin tilviljun að fyrsta platan sem ég keypti mér EVER var Simon & Garfunkel's Greatest Hits.
mánudagur, desember 13, 2004
Skógarhögg
Nei. Við fórum ekki að höggva jólatré í Hvalfirði. Maður heyrði þvílíkar hryllingssögur um lúsagang út af sjálfhöggnum jólatrjám að úr því verður ekki.. Hins vegar var Notting**m Forest aftur felldur og það á sannfærandi hátt. Þetta markar upphaf hátíðahalda okkar Hrúta.
Svo fór ég í bæinn með kórnum mínum eftir vel heppnaða jólatónleika og þar gerðist í fyrsta sinn síðan ferlinum lauk að enginn stöðvaði mig og vildi tala um fótbolta. Húrra fyrir því. Friðrik Þór var kominn í góðan gír hins vegar og hálfstöðvaði mig á sínum barsmíðabar en ekki kom fram hvort hann sá þarna andlit til að taka þátt í næsta floppi sínu eða hvort hann var að reyna að snapa fætíng. Ég er til í hvorugt.
Fyrir mörgum árum heyrði ég í útvarpi angurværa svítu úr Bond mynd og ákvað þá að þetta væri besta Bondlag allra tíma - nefnilega The Living Daylights eftir John Barry og Pål úr aHa. Svo kom þessi mynd í gær en ekki heyrði ég svítuna mína góðu þótt laginu hefði brugðið fyrir á ýmsum útgáfum. Ég set aha í topp 5 af mínum uppáhaldspoppsveitum hiklaust. Timothy Dalton er hins vegar miklu verri Bond en mig minnti.
Svo fór ég í bæinn með kórnum mínum eftir vel heppnaða jólatónleika og þar gerðist í fyrsta sinn síðan ferlinum lauk að enginn stöðvaði mig og vildi tala um fótbolta. Húrra fyrir því. Friðrik Þór var kominn í góðan gír hins vegar og hálfstöðvaði mig á sínum barsmíðabar en ekki kom fram hvort hann sá þarna andlit til að taka þátt í næsta floppi sínu eða hvort hann var að reyna að snapa fætíng. Ég er til í hvorugt.
Fyrir mörgum árum heyrði ég í útvarpi angurværa svítu úr Bond mynd og ákvað þá að þetta væri besta Bondlag allra tíma - nefnilega The Living Daylights eftir John Barry og Pål úr aHa. Svo kom þessi mynd í gær en ekki heyrði ég svítuna mína góðu þótt laginu hefði brugðið fyrir á ýmsum útgáfum. Ég set aha í topp 5 af mínum uppáhaldspoppsveitum hiklaust. Timothy Dalton er hins vegar miklu verri Bond en mig minnti.
föstudagur, desember 10, 2004
Pål sine höner...
Ofangreint ljóð breyttist í „Siggi var úti" við flutninginn til Íslands og e.t.v. er það táknrænt um mismuninn milli þjóðanna að þeirra kvæði fjallar um hænur á haug en okkar um ær í haga. Mér fannst heimur Óla Norðmanns oft ansi lítill. Annars gæti maður haldið að þetta aggaggagg tófunnar væri beint úr norska hænsnakvæðinu. Ónei, þar segir hænan á haugnum: "Klukk, klukk, klukk!"
Við Undrið (2) höfum haft Sigga var úti í uppáhaldi lengi og því var fagnaðarfundur þegar við loks rákumst á tófuna uppstoppaða á grjóti með rjúpu í kjafti í Ensku húsunum við Langá. Þessi tófa var samkvæmt Undrinu góð en laxaskrímslin sem hanga þarna upp um alla veggi eru vond. Í Mýsnabókinni er hins vegar vond tófa. Litla manneskjan er með sterka innri sannfæringu.
Það var henni því allnokkurt áfall að komast að því í kaffihússferð með leikskólanum að Ella leikskólastjóri drekkur kaffi. Líklega hefur það reynt á þolrifin að viðurkenna með sjálfum sér að Ella sé ekki kall, en hingað til hefur sú stutta statt og stöðugt haldið fram að einungis kallar drekki kaffi. Ef Undrið öðlast einhvern eigin skilning á hlutunum verður hann gjarna sá rétti. Í „Vinalaginu" til dæmis er hendingin: „Þerrar tár og klappar okkar kinn." Hún hefur heyrt þetta upphaflega svona: „... klappar okkar kind", og þá er það bara þannig - hvað sem menn reyna að leiðrétta. Mýsnabókin sem kemur við sögu að ofan er annað dæmi. Í „Adam átti syni sjö" syngur hún alltaf: „Hann sá þig, hann sá þig, hann klappaði saman lófunum." Alveg rökrétt - hví skyldi Adam ekki ærast af fögnuði við að sjá viðkomandi og bresta í lófaklapp?
Þegar ég var að kynna mér Pál norska og hænurnar rakst ég fyrir tilviljun á íslenskan þýðingargrunn Windows stýrikerfisins, sem kemur sér býsna vel í mínu starfi. Gott hjá Microsoft að skella þessu sisona á vefinn. Áður hef ég reyndar notað norska grunninn og þann sænska mér til gagns.
Mér fannst svolítið spaugilegt að sjá að mbl.is talar um „svonefnda skjölun" í þessari frétt. Hálfpartinn eins og þarna sé á ferðinni eitthvað vafasamt. Maður þarf nánast alltaf að útskýra í löngu máli hvað maður vinnur við ef það ber á góma. Væri ekki þægilegt að geta sagt við rakarann: „Ég er skjalari", og þar með væri það útrætt. En samt - þegar ég var kennari var ég ekki bara kennari, heldur bókasafnskennari og það kallaði oft á miklar útskýringar.
Við Undrið (2) höfum haft Sigga var úti í uppáhaldi lengi og því var fagnaðarfundur þegar við loks rákumst á tófuna uppstoppaða á grjóti með rjúpu í kjafti í Ensku húsunum við Langá. Þessi tófa var samkvæmt Undrinu góð en laxaskrímslin sem hanga þarna upp um alla veggi eru vond. Í Mýsnabókinni er hins vegar vond tófa. Litla manneskjan er með sterka innri sannfæringu.
Það var henni því allnokkurt áfall að komast að því í kaffihússferð með leikskólanum að Ella leikskólastjóri drekkur kaffi. Líklega hefur það reynt á þolrifin að viðurkenna með sjálfum sér að Ella sé ekki kall, en hingað til hefur sú stutta statt og stöðugt haldið fram að einungis kallar drekki kaffi. Ef Undrið öðlast einhvern eigin skilning á hlutunum verður hann gjarna sá rétti. Í „Vinalaginu" til dæmis er hendingin: „Þerrar tár og klappar okkar kinn." Hún hefur heyrt þetta upphaflega svona: „... klappar okkar kind", og þá er það bara þannig - hvað sem menn reyna að leiðrétta. Mýsnabókin sem kemur við sögu að ofan er annað dæmi. Í „Adam átti syni sjö" syngur hún alltaf: „Hann sá þig, hann sá þig, hann klappaði saman lófunum." Alveg rökrétt - hví skyldi Adam ekki ærast af fögnuði við að sjá viðkomandi og bresta í lófaklapp?
Þegar ég var að kynna mér Pál norska og hænurnar rakst ég fyrir tilviljun á íslenskan þýðingargrunn Windows stýrikerfisins, sem kemur sér býsna vel í mínu starfi. Gott hjá Microsoft að skella þessu sisona á vefinn. Áður hef ég reyndar notað norska grunninn og þann sænska mér til gagns.
Mér fannst svolítið spaugilegt að sjá að mbl.is talar um „svonefnda skjölun" í þessari frétt. Hálfpartinn eins og þarna sé á ferðinni eitthvað vafasamt. Maður þarf nánast alltaf að útskýra í löngu máli hvað maður vinnur við ef það ber á góma. Væri ekki þægilegt að geta sagt við rakarann: „Ég er skjalari", og þar með væri það útrætt. En samt - þegar ég var kennari var ég ekki bara kennari, heldur bókasafnskennari og það kallaði oft á miklar útskýringar.
miðvikudagur, desember 08, 2004
Fánýtur fróðleikur
Enn situr í manni að hafa klikkað á Guðlaugi Rósinkrans í spurningaþættinum í sjónvarpinu forðum daga, já, og á Blessuð sólin elskar allt. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að viða að mér fánýtum fróðleik um hitt og þetta. Því keypti ég gott rit á kr. 195 á útsölunni sem ég nefndi áður, nefnilega TIME Almanac 2004, 1040 blaðsíður. Þarna eru endalausar tölur, töflur, upptalningar og greinar, samanburður - allur fjárinn. Hver er til dæmis Eldric Woods? Jú það er hann Tiger. Við James Gandolfini, Dennis Rodman, Carl Lewis, Nadia Comaneci og Forest Whitaker erum jafnaldrar og Díana Spencer lafði í þessum hópi meðan hún lifði.
10,4% svartra karla milli 24-29 ára í USA voru í fangelsi árið 2003! Eitthvað yfir 10000 börn undir 18 ára aldri eru í fullorðinsfangelsi þarna vestra. Árið 1980 voru 143 þús. svartir karlar í fangelsi og 463 þús. í háskólanámi. Tölurnar fyrir árið 2000 voru 791 þús. í fangelsi og 603 þús. í háskólanámi! Ekki furða að þeir geti búið til endalausa réttarhalds- og rannsóknarlögguþætti.
Skaftáreldar eru í 6. sæti yfir mannskæðustu eldgos á sögulegum tíma. CN Tower í Toronto (553m) er enn hæstur turna og þar kom ég eitt sinn. Hartsfield í Atlanta er sá flugvöllur í heimi sem langflestir farþegar fóru um 2002, en Memphis var með langmest fragtflug. Aðeins einn forseti í USA var piparsveinn allan sinn forsetaferil, nefnilega Buchanan. Svona bækur eru fínt lesefni meðan maður bíður eftir að þvottavélin klári þeytivindinguna.
Það er nefnilega talsvert þvottastand á manni þegar æft er 4. sinnum í viku og tel ég þá ekki kóræfingar með.
Annars varð mér hugsað til Ómars Ragnarssonar í dag. Hann hefur fylgt manni ótrúlega lengi. Söng barnavísurnar fyrir mann í æsku. Var íþróttafréttamaður þegar ekki mátti missa af sekúndu af íþróttaefni í sjónvarpinu. Svo þegar maður fór að spá í umhverfið var Ómar mættur í þann pakka.
Talandi um barnavísur þá hefur verið að rifjast upp fyrir mér hvílíkur snillingur Alf Pröysen var á sínu sviði og alger synd að enginn hafi farið út í að snara kveðskap hans úr norsku yfir á íslensku. Ég prófaði einu sinni fyrir löngu að gamni mínu að þýða og staðfæra en tókst ekki vel. Viðfangsefnið var ekki einu sinni barnavísa heldur einhver piparsveinsbarlómur.
Þegar hér er komið sögu er gaurinn búinn að komast að því að ástin er hverful sérstaklega þegar birtist töffari á flottu hjóli og býður dömunni far. Hann ákveður að gera betur:
For kvinnfolk er kvinnfolk og kæin itte tenkje
dom ligner på skjöra og tæk det som blenkje,
og har ikke tanke på mer.
10,4% svartra karla milli 24-29 ára í USA voru í fangelsi árið 2003! Eitthvað yfir 10000 börn undir 18 ára aldri eru í fullorðinsfangelsi þarna vestra. Árið 1980 voru 143 þús. svartir karlar í fangelsi og 463 þús. í háskólanámi. Tölurnar fyrir árið 2000 voru 791 þús. í fangelsi og 603 þús. í háskólanámi! Ekki furða að þeir geti búið til endalausa réttarhalds- og rannsóknarlögguþætti.
Skaftáreldar eru í 6. sæti yfir mannskæðustu eldgos á sögulegum tíma. CN Tower í Toronto (553m) er enn hæstur turna og þar kom ég eitt sinn. Hartsfield í Atlanta er sá flugvöllur í heimi sem langflestir farþegar fóru um 2002, en Memphis var með langmest fragtflug. Aðeins einn forseti í USA var piparsveinn allan sinn forsetaferil, nefnilega Buchanan. Svona bækur eru fínt lesefni meðan maður bíður eftir að þvottavélin klári þeytivindinguna.
Það er nefnilega talsvert þvottastand á manni þegar æft er 4. sinnum í viku og tel ég þá ekki kóræfingar með.
Annars varð mér hugsað til Ómars Ragnarssonar í dag. Hann hefur fylgt manni ótrúlega lengi. Söng barnavísurnar fyrir mann í æsku. Var íþróttafréttamaður þegar ekki mátti missa af sekúndu af íþróttaefni í sjónvarpinu. Svo þegar maður fór að spá í umhverfið var Ómar mættur í þann pakka.
Talandi um barnavísur þá hefur verið að rifjast upp fyrir mér hvílíkur snillingur Alf Pröysen var á sínu sviði og alger synd að enginn hafi farið út í að snara kveðskap hans úr norsku yfir á íslensku. Ég prófaði einu sinni fyrir löngu að gamni mínu að þýða og staðfæra en tókst ekki vel. Viðfangsefnið var ekki einu sinni barnavísa heldur einhver piparsveinsbarlómur.
Þegar hér er komið sögu er gaurinn búinn að komast að því að ástin er hverful sérstaklega þegar birtist töffari á flottu hjóli og býður dömunni far. Hann ákveður að gera betur:
Á endanum tókst mér að herða upp huga,
ég hætti að vola og keypti mér hjól.
Ég vildi ekki drepast og ákvað að duga
og datt síðan í það og dreif mig á ról.
Því kvenfólk er kvenfólk og kann bara að meta
karlmenn sem þykjast allt þora og geta.
Og kunna á tækninnar tól. -
For kvinnfolk er kvinnfolk og kæin itte tenkje
dom ligner på skjöra og tæk det som blenkje,
og har ikke tanke på mer.
Piparkökuþjóðsöngur
Svakalega varð ég glaður þegar ég sá að Mogginn var með frétt á Íþróttasíðunni um að ég hefði nýlega sent frá mér stórbrotnar myndskreyttar handbækur, eða nei. Þetta var víst íþróttafrétt um að einhver fyrrum fótboltamaður hefði stofnað bakarí í Noregi. Sorrý - Ný grein íþrótta: Bakarísstofnun! Þetta hefur þá líklega verið Norðurlandamót?
Ekki hef ég lausn á þjóðsöngsmálunum en við getum svo sem haft þann gamla áfram því að ef skipta ætti um núna er eins víst að einhver góður og gegn stjórnarsinni yrði fenginn í verkefnið sama hvað tautar og raular. „Öxar við ána" gengur ekki því að þar er hendingin: Fram, fram aldrei að víkja! Sjá menn fyrir sér bikarúrslitaleik milli Fram og einhverra (ólíklegt jú, en...) og helmingur vallargesta hætti söng og færi að púa þegar þarna kæmi að í þjóðsöngnum. Ef „Ísland er land þitt" yrði fyrir valinu, nei, þá hugsun forðast ég. Maður færi að æla og flytti svo til útlanda. Þeir mega fá „Ísland ögrum skorið" ef afkomendur tónskáldsins og fjölskyldur þeirra fá drjúgt í sinn skerf um aldur og ævi. Ljóðið er samt á sömu mærðarnótum og Lofsöngurinn.
Ég vinn með nokkrum sem eru stjarnfræðilega fljótir að slá inn texta á lyklaborð, en það er sjaldgæft að þeir nái heilu orði óbrengluðu þannig að flýtirinn tefur frekar fyrir en hitt. Því nefni ég þetta að sonur vélritunarkennarans míns í landsprófi er kominn til starfa í fyrirtæki voru. Ég þarf að kanna hvort hann er öflugur á lyklaborðið.
Annars rápaði ég svolítið um útvarpsheiminn í gær. Hlustaði á norskar og sænskar stöðvar til tilbreytingar. Sú sænska var svonefnd Oldies stöð og fyrsta lag sem ég heyrði þar var Seasons in the sun. Svo kom matarhlé hjá mér og fyrsta lag eftir það var Hooked on a feeling. Hey, þetta eru einmitt lögin tvö sem ég tengi við eftirminnilegar rútuferðir í skólasund á Varmalandi, þegar laugin í heimabænum var ónothæf vegna framkvæmda. (Maður hlustaði líka á fréttir af Geirfinnsmálinu í rútunni þetta vor.) Svo hætti ég að hlusta þegar Eve of destruction kom hjá þeim sænsku og ákvað að kíkja á listann yfir íslenskt netútvarp. Rambaði þar á eitthvað sem kallast Radio Reykjavik og hélt að ég væri orðinn brjálaður því að þeir voru með Eve of destruction í gangi líka! Það kom svo í ljós að þarna var verið að vara mig við, því að kóræfingin í gærkvöld hefði eins getað kallast Eve of destruction, en svoleiðis á þetta að vera. Ef æfingar ganga of vel fer oft illa þegar á hólminn er komið.
Snillingurinn (5) krafðist þess að ég kæmi snemma heim úr vinnu í gær til þess að ljúka dæminu með piparkökudeigið. Ég kom til móts við kröfurnar að nokkru leyti og við feðgar áttum notalega stund við hönnun og gerð dálítils húss. Þetta er reyndar bara framhlið, eins og þeir hefðu notað sem leiktjöld í piparkökuvestra en lofar góðu ósamsett og óskreytt. Húsið frá í fyrra kláraðist ekki fyrr en í apríl og var þar að auki innflutt einingahús. Svo var nóg eftir af deigi til að steypa 20 mismunandi gerðir af kökum, 3-5 af hverri. Jói Fel, kemur sér vel © Þetta var semsagt seinni piparkökuuppskriftin í Kökubók Hagkaupa og allt innihald notað og mælt rétt aldrei þessu vant. Góðar piparkökur þótt ég segi sjálfur frá. (Hvers vegna er ekki pipar í piparkökum nema í Bakaríi Hálsaskógar?) Kannski við feðgar ættum að taka þátt í næsta Norðurlandamóti svo ég vísi nú í upphaf pistilsins.
Ekki hef ég lausn á þjóðsöngsmálunum en við getum svo sem haft þann gamla áfram því að ef skipta ætti um núna er eins víst að einhver góður og gegn stjórnarsinni yrði fenginn í verkefnið sama hvað tautar og raular. „Öxar við ána" gengur ekki því að þar er hendingin: Fram, fram aldrei að víkja! Sjá menn fyrir sér bikarúrslitaleik milli Fram og einhverra (ólíklegt jú, en...) og helmingur vallargesta hætti söng og færi að púa þegar þarna kæmi að í þjóðsöngnum. Ef „Ísland er land þitt" yrði fyrir valinu, nei, þá hugsun forðast ég. Maður færi að æla og flytti svo til útlanda. Þeir mega fá „Ísland ögrum skorið" ef afkomendur tónskáldsins og fjölskyldur þeirra fá drjúgt í sinn skerf um aldur og ævi. Ljóðið er samt á sömu mærðarnótum og Lofsöngurinn.
Ég vinn með nokkrum sem eru stjarnfræðilega fljótir að slá inn texta á lyklaborð, en það er sjaldgæft að þeir nái heilu orði óbrengluðu þannig að flýtirinn tefur frekar fyrir en hitt. Því nefni ég þetta að sonur vélritunarkennarans míns í landsprófi er kominn til starfa í fyrirtæki voru. Ég þarf að kanna hvort hann er öflugur á lyklaborðið.
Annars rápaði ég svolítið um útvarpsheiminn í gær. Hlustaði á norskar og sænskar stöðvar til tilbreytingar. Sú sænska var svonefnd Oldies stöð og fyrsta lag sem ég heyrði þar var Seasons in the sun. Svo kom matarhlé hjá mér og fyrsta lag eftir það var Hooked on a feeling. Hey, þetta eru einmitt lögin tvö sem ég tengi við eftirminnilegar rútuferðir í skólasund á Varmalandi, þegar laugin í heimabænum var ónothæf vegna framkvæmda. (Maður hlustaði líka á fréttir af Geirfinnsmálinu í rútunni þetta vor.) Svo hætti ég að hlusta þegar Eve of destruction kom hjá þeim sænsku og ákvað að kíkja á listann yfir íslenskt netútvarp. Rambaði þar á eitthvað sem kallast Radio Reykjavik og hélt að ég væri orðinn brjálaður því að þeir voru með Eve of destruction í gangi líka! Það kom svo í ljós að þarna var verið að vara mig við, því að kóræfingin í gærkvöld hefði eins getað kallast Eve of destruction, en svoleiðis á þetta að vera. Ef æfingar ganga of vel fer oft illa þegar á hólminn er komið.
Snillingurinn (5) krafðist þess að ég kæmi snemma heim úr vinnu í gær til þess að ljúka dæminu með piparkökudeigið. Ég kom til móts við kröfurnar að nokkru leyti og við feðgar áttum notalega stund við hönnun og gerð dálítils húss. Þetta er reyndar bara framhlið, eins og þeir hefðu notað sem leiktjöld í piparkökuvestra en lofar góðu ósamsett og óskreytt. Húsið frá í fyrra kláraðist ekki fyrr en í apríl og var þar að auki innflutt einingahús. Svo var nóg eftir af deigi til að steypa 20 mismunandi gerðir af kökum, 3-5 af hverri. Jói Fel, kemur sér vel © Þetta var semsagt seinni piparkökuuppskriftin í Kökubók Hagkaupa og allt innihald notað og mælt rétt aldrei þessu vant. Góðar piparkökur þótt ég segi sjálfur frá. (Hvers vegna er ekki pipar í piparkökum nema í Bakaríi Hálsaskógar?) Kannski við feðgar ættum að taka þátt í næsta Norðurlandamóti svo ég vísi nú í upphaf pistilsins.
þriðjudagur, desember 07, 2004
3.-4. hringur helvítis
Ég á heima á þriðja hring helvítis samkvæmt nýlegu prófi sem ég tók. Þar ríkir eilíf rigning, kuldi, illmælgi og þungt er yfir hlutunum. Þetta passar svosem sæmilega miðað við undanfarna daga. Svo sá ég um daginn inn í fjórða hringinn þar sem menn basla hlið við hlið við að ýta fram og aftur oki miklu. Þetta var í Laugum - þar var ég á fundi. Reyndar var gott að eta þar (sem staðsetur mig enn rækilegar á þriðja hringnum). Svona heilsurækt er ekkert fyrir mig, milljón tæki í kös, sveittir og súrir skankar alltaf innan seilingar og enginn til að tækla. Hvergi bolta að sjá.
Nú berum við feðgar saman bækurnar í lok dags hvernig gekk á æfingu og alltaf erum við sammála um að það hafi verið fjandi gaman en samt meira gaman þegar við unnum og mest gaman þegar við skoruðum. Ef maður nær að skora flott mark, helst með skalla, er gaman að lifa.Snillingurinn (5) virðist búinn að staðsetja sig rækilega sem aftasta varnarmann miðað við hvað ég sá í dag og kveðst ekki líklegur til að skora.
Mörkin mín í alvörufótbolta voru flest með skalla og ekkert sérstök. Því gladdi mig að lesa viðtal við fyrrum nemanda sem mundi ekki betur en að ég hefði skorað með hjólhestarspyrnu [sic] í fyrsta evrópuleik Íslandsmeistaranna og að það hefði orðið honum innblástur myndverks sem hafi hangið lengi á vegg á mínum fyrrverandi vinnustað. I wish! Annars er hjólhestaspyrna illu heilli að láta undan fyrir bakfallsspyrnu. Mér finnst bara gaman að því þegar fáránleg orð ná fótfestu, hvað þá kveðskapur á borð við „Jólasveinar ganga um gólf."
Sem minnir mig á orðtakið „að vera á varðbergi", sem ku vera afbökun af því „að vera á vaðbergi" - sem sagt vera sá sem passar uppá að vaður sigmannsins í eggjaleit fari ekki í sundur af núningi. Eitthvað auka R sem potar sér inn eins og í „grunaður um græsku" sem auðvitað á að vera „grunaður um gæsku" - þar sem grunaður merkir að einhver efist um... Þetta innskots-R er sjálfsagt ekki það sama og í ensku, sem skýtur einkum upp kolli í talmáli þegar eitt orð endar á sérhljóða og næsta byrjar líka á sérhljóða - I have no idea (r) about... - og þekkist jafnvel inni í miðjum orðum.
Ég efast um Internet Explorer og er því búinn að skipta yfir í Firefox. Maður var orðinn hundleiður á Trójuhestum og sífelldum innskotsauglýsingum og því ekki um annað að gera en prófa. Snillingurinn kvartar yfir þessari ráðstöfun enda margir netleikir óaðgengilegir í Firefox-vafra. Fyrir hina sem nota vefinn til að afla upplýsinga og lesa mæli ég með þessum kosti. Þú fyrirgefur þetta vonandi, Bill, þótt við séum annars saman í Microsoftliðinu. Og Elvar Steinn, minn gamli félagi úr ÍR líka!
Nú berum við feðgar saman bækurnar í lok dags hvernig gekk á æfingu og alltaf erum við sammála um að það hafi verið fjandi gaman en samt meira gaman þegar við unnum og mest gaman þegar við skoruðum. Ef maður nær að skora flott mark, helst með skalla, er gaman að lifa.Snillingurinn (5) virðist búinn að staðsetja sig rækilega sem aftasta varnarmann miðað við hvað ég sá í dag og kveðst ekki líklegur til að skora.
Mörkin mín í alvörufótbolta voru flest með skalla og ekkert sérstök. Því gladdi mig að lesa viðtal við fyrrum nemanda sem mundi ekki betur en að ég hefði skorað með hjólhestarspyrnu [sic] í fyrsta evrópuleik Íslandsmeistaranna og að það hefði orðið honum innblástur myndverks sem hafi hangið lengi á vegg á mínum fyrrverandi vinnustað. I wish! Annars er hjólhestaspyrna illu heilli að láta undan fyrir bakfallsspyrnu. Mér finnst bara gaman að því þegar fáránleg orð ná fótfestu, hvað þá kveðskapur á borð við „Jólasveinar ganga um gólf."
Sem minnir mig á orðtakið „að vera á varðbergi", sem ku vera afbökun af því „að vera á vaðbergi" - sem sagt vera sá sem passar uppá að vaður sigmannsins í eggjaleit fari ekki í sundur af núningi. Eitthvað auka R sem potar sér inn eins og í „grunaður um græsku" sem auðvitað á að vera „grunaður um gæsku" - þar sem grunaður merkir að einhver efist um... Þetta innskots-R er sjálfsagt ekki það sama og í ensku, sem skýtur einkum upp kolli í talmáli þegar eitt orð endar á sérhljóða og næsta byrjar líka á sérhljóða - I have no idea (r) about... - og þekkist jafnvel inni í miðjum orðum.
Ég efast um Internet Explorer og er því búinn að skipta yfir í Firefox. Maður var orðinn hundleiður á Trójuhestum og sífelldum innskotsauglýsingum og því ekki um annað að gera en prófa. Snillingurinn kvartar yfir þessari ráðstöfun enda margir netleikir óaðgengilegir í Firefox-vafra. Fyrir hina sem nota vefinn til að afla upplýsinga og lesa mæli ég með þessum kosti. Þú fyrirgefur þetta vonandi, Bill, þótt við séum annars saman í Microsoftliðinu. Og Elvar Steinn, minn gamli félagi úr ÍR líka!
mánudagur, desember 06, 2004
Lestrarleiðindi
Einkennilegt hve leiðinlegar lestrarbækurnar sem yngsta fólkið á að lesa geta verið. Það er hugsanlega erfitt að búa til sögur með orðum sem öll innihalda x en mætti þá ekki bara skjóta inn smáhúmor í staðinn. Ég held að nútímabörnin sem fá sinn kvöldlestur og eðlilegar samræður við fullorðna hafi þrátt fyrir allt betri orðaforða en margur býst við. Alltjent kemur Snillingurinn (5) manni stöðugt á óvart með vönduðu orðbragði og ágætum skilningi á mörgum sviðum. Hann veit t.d. mæta vel hvað blöndunartæki eru en gat þó ekki staðsett hlöðu nánar en að það væri hús í sveit. Svo vill til að afi hans annar á ritvél sem enn er í notkun og því þekkir hann það furðutól sem væntanlega er horfið af flestum heimilum.
Við fórum annars í Sundhöllina í gær og sáum fyrrverandi borgarstjóra í pottinum. Sá virtist nú aldeilis sáttur við að þurfa ekki niður á Austurvöll að kveikja á perum en geta þess í stað soðið sig í potti, og í leiðinni spjallað við kunningja um áhugamál barnanna sinna og hvernig ræst hefði misjanflega úr kunningjum þeirra. Sundhöllin lifir sterkt í minni minningu því þangað skálmaði ég iðulega með pabba í sund fyrir um 35 árum og síðan voru leigðar hvítar skýlur, reimaðar í hliðum og maður hljóp upp á sólbaðssvalir og sá kalla gera einhverjar dularfullar æfingar. Svo eru þarna enn stökkbrettin maður. Snillingur gat vart hamið sig, enda flestum djarfari, og stökk ókútaður einum 7 sinnum í hyldýpið, þar af voru sex magaskellir. Hann er með plön um að fara á háa brettið þegar hann verður svona "tíu, níu" ára.
Klefasystemið þarna í SR á sér náttúrulega engan líka og er á við snjallan tölvuleik fyrir snáðann minn. Maður þarf að finna númer í völundarhúsinu. Ein hurð opnar klefann en önnur lokar honum hinum megin en opnar samt snagana. Annars lýg ég því ekki að við vorum þarna tveir oní í hádeginu um stund og mér þætti gaman að sjá það gerast í Suðurbæjar-, Árbæjar- eða Grafarvogslaug! Á leiðinni heim rambaði ég inn í Þorstein Bergmann á Skólavörðustíg til að kaupa piparkökumót og gat ekki betur séð en þar réði ríkjum liðsstjóri einn mikill með rætur í Fylki. Það kom mér á óvart en ég passaði mig á því að tala ekkert um fótbolta - bara bakstur eins og maður gerir nú gjarna þegar maður hittir kunningja á svipuðum aldri.
Nú bíður í ísskápnum piparkökudeig frá í gærmorgun. Það er helst bakstur, sund eða út að renna sem heillar meira en barnaefni helgarmorgna. Því miður láðist mér að lesa til enda uppskriftina áður en lagt var af stað og því reyndist áfall að komast að því að piparkökudeig á að bíða í ísskáp yfir nótt. En - þá smelltum við okkur bara í (amerískan) pönnukökubakstur til að gleðja mömmu nývaknaða. Þetta er auðveldasta leiðin til að fá aðra en mig til að borða súrmjólk í morgunmat:
460 ml (2b) súrmjólk
2 egg
1 tsk smjör (bráðið)
300 ml (1,25 b) hveiti
1,5 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk sykur
1/4 tsk salt
Úr þessu verða 12-14 stykki.
Bara blanda fyrst saman blautu og þurru sér og hræra svo allt saman í hnausþykkt deig og baka á pönnukökupönnu. Bera fram með sméri og hlynsírópi og sumir setja á þetta banana. Tryggir góða næstu viku í fjölskyldunni því allir verða svo kátir af þessu.
Við fórum annars í Sundhöllina í gær og sáum fyrrverandi borgarstjóra í pottinum. Sá virtist nú aldeilis sáttur við að þurfa ekki niður á Austurvöll að kveikja á perum en geta þess í stað soðið sig í potti, og í leiðinni spjallað við kunningja um áhugamál barnanna sinna og hvernig ræst hefði misjanflega úr kunningjum þeirra. Sundhöllin lifir sterkt í minni minningu því þangað skálmaði ég iðulega með pabba í sund fyrir um 35 árum og síðan voru leigðar hvítar skýlur, reimaðar í hliðum og maður hljóp upp á sólbaðssvalir og sá kalla gera einhverjar dularfullar æfingar. Svo eru þarna enn stökkbrettin maður. Snillingur gat vart hamið sig, enda flestum djarfari, og stökk ókútaður einum 7 sinnum í hyldýpið, þar af voru sex magaskellir. Hann er með plön um að fara á háa brettið þegar hann verður svona "tíu, níu" ára.
Klefasystemið þarna í SR á sér náttúrulega engan líka og er á við snjallan tölvuleik fyrir snáðann minn. Maður þarf að finna númer í völundarhúsinu. Ein hurð opnar klefann en önnur lokar honum hinum megin en opnar samt snagana. Annars lýg ég því ekki að við vorum þarna tveir oní í hádeginu um stund og mér þætti gaman að sjá það gerast í Suðurbæjar-, Árbæjar- eða Grafarvogslaug! Á leiðinni heim rambaði ég inn í Þorstein Bergmann á Skólavörðustíg til að kaupa piparkökumót og gat ekki betur séð en þar réði ríkjum liðsstjóri einn mikill með rætur í Fylki. Það kom mér á óvart en ég passaði mig á því að tala ekkert um fótbolta - bara bakstur eins og maður gerir nú gjarna þegar maður hittir kunningja á svipuðum aldri.
Nú bíður í ísskápnum piparkökudeig frá í gærmorgun. Það er helst bakstur, sund eða út að renna sem heillar meira en barnaefni helgarmorgna. Því miður láðist mér að lesa til enda uppskriftina áður en lagt var af stað og því reyndist áfall að komast að því að piparkökudeig á að bíða í ísskáp yfir nótt. En - þá smelltum við okkur bara í (amerískan) pönnukökubakstur til að gleðja mömmu nývaknaða. Þetta er auðveldasta leiðin til að fá aðra en mig til að borða súrmjólk í morgunmat:
460 ml (2b) súrmjólk
2 egg
1 tsk smjör (bráðið)
300 ml (1,25 b) hveiti
1,5 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk sykur
1/4 tsk salt
Úr þessu verða 12-14 stykki.
Bara blanda fyrst saman blautu og þurru sér og hræra svo allt saman í hnausþykkt deig og baka á pönnukökupönnu. Bera fram með sméri og hlynsírópi og sumir setja á þetta banana. Tryggir góða næstu viku í fjölskyldunni því allir verða svo kátir af þessu.
miðvikudagur, desember 01, 2004
Sæl aftur!
Þetta var ekki meðvitað hlé og nánast daglega veltur eitthvað upp í huga mér sem fyrr. Ég hlýt bara að vera einhver bloggafturhaldskommatittur, eða hvað það nú var sem sá ágæti maður sagði. Hvað um það þá hefur ýmislegt drifið á dagana og börnin hafa lengst og þroskast svo nemur ljósárum.
Hvað? Ég er búinn að koma fram í Borgarleikhúsi og fá þann dóm að frammistaðan hefði dugað í sjötugsafmæli! Gott fyrir pabba að hafa það í huga... Fór í minn fyrsta söngtíma og stóð mig afspyrnuvel með því að snúa kennslunni upp í vangaveltur um söngtengd málefni til þess að minna bæri á því hve sjötugsafmælislélegur söngvari ég er! Ég var svo látinn syngja vögguvísur í öðrum tíma. Einnig dró ég mann uppúr klakabundnum Langárósum sem verður minnisstætt.
Annars er merkilegt við árið sem nú hverfur brátt að ég fór enga ferð sem leiðsögumaður og líka stefnir í að ég verði ekkert jólasveinn, fyrir nú utan að ég hef ekki heimsótt minn gamla kennsluvettvang á árinu. Svona þroskast maður.
Sumt breytist þó aldrei: Enn er maður Bridgemeistari Húnanna (ekkert spilað sl. 4 ár) og enn efstur í Lækers, svei mér þá! Samt er ég orðinn feitari en ég var en hinir fitna bara meira - þó ekki Húnar
Jólabækur mínar í ár eru loksins komnar út - nefnilega doðrantar miklir um verslunarkerfið Infostore. Alls rúmlega 500 blaðsíður sem dyggir lesendur geta nálgast með því að skrá sig á heimasíðu fyrirtækisins míns. Skemmtilegt að vita til þess að verksins var beðið með óþreyju í Kanada og Sviss. Nú er tekin við 150 bls. þýðing stórskemmtilegrar handbókar um bensínstöðvakerfi sem eflaust mun keppa harðvítuglega við hina manúalana.
Ég gerði asskolli góða ferð á bókamarkað M&M í Síðumúla og keypti manúal fyrir konuna um eiginmenn, manúal um tæknileg skrif, auk fjölda athyglisverðra bóka á innan við kr. 5.000 samtals. Ein matreiðslubókin úr hrúgunni kostaði upphaflega kr. 7.995 - alger dýrgripur það. Konan er enn ekki farin að nota handbókina en ég bíð spenntur. Reyndar er ég ekki sjálfur farinn að elda uppúr dýrgripnum. Svo keypti ég bók um Taó en því miður komst ég að því á fyrstu blaðsíðunum að maður á að éta dádýraket til að vera Taoisti þannig að ég las ekki lengra í bili. Í ritinu "Power Couples" komst ég að því að Bill Clinton hét upphaflega: William Jefferson Blythe IV sem hefði verið afleitt forsetanafn. Svo var líka fróðlegt að lesa að John Hannah á réttinn til að kvikmynda Rebus bækurnar. (Sjá "The Scot Pack"). Ella hefði hann sjálfsagt aldrei fengið aðalhlutverkið enda alltof mikil tjellíng í það.
Hvað? Ég er búinn að koma fram í Borgarleikhúsi og fá þann dóm að frammistaðan hefði dugað í sjötugsafmæli! Gott fyrir pabba að hafa það í huga... Fór í minn fyrsta söngtíma og stóð mig afspyrnuvel með því að snúa kennslunni upp í vangaveltur um söngtengd málefni til þess að minna bæri á því hve sjötugsafmælislélegur söngvari ég er! Ég var svo látinn syngja vögguvísur í öðrum tíma. Einnig dró ég mann uppúr klakabundnum Langárósum sem verður minnisstætt.
Annars er merkilegt við árið sem nú hverfur brátt að ég fór enga ferð sem leiðsögumaður og líka stefnir í að ég verði ekkert jólasveinn, fyrir nú utan að ég hef ekki heimsótt minn gamla kennsluvettvang á árinu. Svona þroskast maður.
Sumt breytist þó aldrei: Enn er maður Bridgemeistari Húnanna (ekkert spilað sl. 4 ár) og enn efstur í Lækers, svei mér þá! Samt er ég orðinn feitari en ég var en hinir fitna bara meira - þó ekki Húnar
Jólabækur mínar í ár eru loksins komnar út - nefnilega doðrantar miklir um verslunarkerfið Infostore. Alls rúmlega 500 blaðsíður sem dyggir lesendur geta nálgast með því að skrá sig á heimasíðu fyrirtækisins míns. Skemmtilegt að vita til þess að verksins var beðið með óþreyju í Kanada og Sviss. Nú er tekin við 150 bls. þýðing stórskemmtilegrar handbókar um bensínstöðvakerfi sem eflaust mun keppa harðvítuglega við hina manúalana.
Ég gerði asskolli góða ferð á bókamarkað M&M í Síðumúla og keypti manúal fyrir konuna um eiginmenn, manúal um tæknileg skrif, auk fjölda athyglisverðra bóka á innan við kr. 5.000 samtals. Ein matreiðslubókin úr hrúgunni kostaði upphaflega kr. 7.995 - alger dýrgripur það. Konan er enn ekki farin að nota handbókina en ég bíð spenntur. Reyndar er ég ekki sjálfur farinn að elda uppúr dýrgripnum. Svo keypti ég bók um Taó en því miður komst ég að því á fyrstu blaðsíðunum að maður á að éta dádýraket til að vera Taoisti þannig að ég las ekki lengra í bili. Í ritinu "Power Couples" komst ég að því að Bill Clinton hét upphaflega: William Jefferson Blythe IV sem hefði verið afleitt forsetanafn. Svo var líka fróðlegt að lesa að John Hannah á réttinn til að kvikmynda Rebus bækurnar. (Sjá "The Scot Pack"). Ella hefði hann sjálfsagt aldrei fengið aðalhlutverkið enda alltof mikil tjellíng í það.