sunnudagur, maí 21, 2006
Loftárás á hjólreiðamann!
Ég kaus Lordi. Það var í forkeppninni og ég einn heima að skúra þegar boð bárust úr fjölskylduboðinu að ekki næðist samband úr gemsa til að greiða atkvæði. Snillingur (7) bað vinsamlegast um að ég greiddi atkvæði fyrir hans hönd úr heimilissímanum. Þessi hægláti spekingur er þungarokkari í hjartanu, hélt með Noregi í fyrra - nú Lordi. Eurovisionpartí eru meingagnleg því þá gefst mér friður til að sinna góðum verkum heimavið.
Hann lék með flautusveit forskólans á nemendatónleikum í Neskirkju um daginn og er útskrifaður úr því námi fyrir orð síns góða kennara og auðvitað góða frammistöðu, þótt formsins vegna ætti hann að taka ár í viðbót á blokkflautu. Sennilega fer hann að eigin ósk í píanónám næsta vetur og e.t.v. Undrið (4) einnig, og þá stefnir í að fjölskyldan verði að eignast almennilegt hljóðfæri. Píanókennarinn býr á milli okkar og leikskólans þannig að sú stutta gæti skellt sér í tíma á heimleiðinni. Allt innan 150 m radíuss og ekkert skutlkjaftæði...
Snillingur hefur að undanförnu verið að lesa Ugluspegil, eina af fjölmörgum bókum sem ég fékk að tína úr bókaskápnum hjá ömmu og afa forðum daga. Sagan er upphaflega frá 1510 og íslenska útgáfan frá því um eða fyrir miðja síðustu öld! Hann lætur sér fátt um finnast að þurfa orðskýringar í annarri hverri setningu og er orðinn býsna klókur að rífa gömul orð og orðatiltæki út úr samhengi til að fá viðunandi svör strax. Fín þjálfun það. Það er kúnst að spyrja rétt og ótvírætt er að kappinn meðtekur og tileinkar sér svörin. Undrið heyrir þetta raunar flest enda hann að lesa sitt á meðan hún hlustar á sína kvöldsögu. Þau systkin koma stöðugt á óvart með því að nota orð og útskýringar sem maður átti síst von á að hefðu skilað sér...
Ég náði 100 km í átakinu Hjólað í vinnuna en sjálft átakið breytti svo sem engu fyrir mig, nema hvað það var svakalegt að sjá hve mikið umferð hjólreiðamanna jókst - einkum á stígnum við Skerjafjörð/Fossvog. Svo náðist bærileg þátttaka á vinnustaðnum svo að traffíkin í sturtuna þar á morgnana var umtalsverð. Ég hjóla enn á hverjum degi og þessa nöpru norðandaga er fátt um fólk á stígnum.
Maður upplifir eitt og annað á hjóli. Enn sem fyrr hef ég mestar áhyggjur af annarri umferð í Fossvogskirkjugarði, enda næ ég þar hvað mestum hraða á heimleið og mikið um blindbeygjur í leiðakerfi garðsins [pun intended] eftir að tré tóku að laufgast. Í gær sá ég þar kött með fugl í kjafti. Einn morguninn hélt ég að væri diskójarðarför í gangi í kirkjunni um hálfníuleytið en líklega var þar bara verið að þrífa með Sister Sledge á fullu. Á tímabili hjólaði ég alltaf fram á Garðbæing á svipuðum stað á morgnana og átti við hana notalegt spjall á 17 km/klst hraða á gangstétt meðfram Kringlumýrarbraut.
Einkennilegast var þó að lenda í loftárás í Safamýrinni einn daganna þegar hlýtt var. Þá hjólaði ég í makindum meðfram raðhúsalengju þegar fór að rigna vínberjum í kringum mig. Ekkert þeirra lenti á mér en við nánari athugun sá ég að einhverjir unglingar uppi á svölum höfðu gert mig að skotmarki í fíflagangi. Ég hafði gaman af þessu, enda talsvert fífl sjálfur inn við beinið.
Svo mikið fífl er ég að ég skráði mig í trúbadúrakeppni á Útihátíð síðar í dag, en mun ekki sýna metnað og mæti óæfður en hugsanlega með harmonikku og gítar. Ég harma það að hafa ekki farið að hlusta á Ian Anderson...
Hann lék með flautusveit forskólans á nemendatónleikum í Neskirkju um daginn og er útskrifaður úr því námi fyrir orð síns góða kennara og auðvitað góða frammistöðu, þótt formsins vegna ætti hann að taka ár í viðbót á blokkflautu. Sennilega fer hann að eigin ósk í píanónám næsta vetur og e.t.v. Undrið (4) einnig, og þá stefnir í að fjölskyldan verði að eignast almennilegt hljóðfæri. Píanókennarinn býr á milli okkar og leikskólans þannig að sú stutta gæti skellt sér í tíma á heimleiðinni. Allt innan 150 m radíuss og ekkert skutlkjaftæði...
Snillingur hefur að undanförnu verið að lesa Ugluspegil, eina af fjölmörgum bókum sem ég fékk að tína úr bókaskápnum hjá ömmu og afa forðum daga. Sagan er upphaflega frá 1510 og íslenska útgáfan frá því um eða fyrir miðja síðustu öld! Hann lætur sér fátt um finnast að þurfa orðskýringar í annarri hverri setningu og er orðinn býsna klókur að rífa gömul orð og orðatiltæki út úr samhengi til að fá viðunandi svör strax. Fín þjálfun það. Það er kúnst að spyrja rétt og ótvírætt er að kappinn meðtekur og tileinkar sér svörin. Undrið heyrir þetta raunar flest enda hann að lesa sitt á meðan hún hlustar á sína kvöldsögu. Þau systkin koma stöðugt á óvart með því að nota orð og útskýringar sem maður átti síst von á að hefðu skilað sér...
Ég náði 100 km í átakinu Hjólað í vinnuna en sjálft átakið breytti svo sem engu fyrir mig, nema hvað það var svakalegt að sjá hve mikið umferð hjólreiðamanna jókst - einkum á stígnum við Skerjafjörð/Fossvog. Svo náðist bærileg þátttaka á vinnustaðnum svo að traffíkin í sturtuna þar á morgnana var umtalsverð. Ég hjóla enn á hverjum degi og þessa nöpru norðandaga er fátt um fólk á stígnum.
Maður upplifir eitt og annað á hjóli. Enn sem fyrr hef ég mestar áhyggjur af annarri umferð í Fossvogskirkjugarði, enda næ ég þar hvað mestum hraða á heimleið og mikið um blindbeygjur í leiðakerfi garðsins [pun intended] eftir að tré tóku að laufgast. Í gær sá ég þar kött með fugl í kjafti. Einn morguninn hélt ég að væri diskójarðarför í gangi í kirkjunni um hálfníuleytið en líklega var þar bara verið að þrífa með Sister Sledge á fullu. Á tímabili hjólaði ég alltaf fram á Garðbæing á svipuðum stað á morgnana og átti við hana notalegt spjall á 17 km/klst hraða á gangstétt meðfram Kringlumýrarbraut.
Einkennilegast var þó að lenda í loftárás í Safamýrinni einn daganna þegar hlýtt var. Þá hjólaði ég í makindum meðfram raðhúsalengju þegar fór að rigna vínberjum í kringum mig. Ekkert þeirra lenti á mér en við nánari athugun sá ég að einhverjir unglingar uppi á svölum höfðu gert mig að skotmarki í fíflagangi. Ég hafði gaman af þessu, enda talsvert fífl sjálfur inn við beinið.
Svo mikið fífl er ég að ég skráði mig í trúbadúrakeppni á Útihátíð síðar í dag, en mun ekki sýna metnað og mæti óæfður en hugsanlega með harmonikku og gítar. Ég harma það að hafa ekki farið að hlusta á Ian Anderson...