<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Fyrirsætur heimskunnar! 

Þetta eru Cheryl Tiegs og Christie Brinkley sem voru heimskunnar fyrirsætur hér áður fyrr skv. mbl.is

Ég fór strax að velta fyrir mér til hvers heimskan þyrfti fyrirsætur...

Fjölskyldan fór í fyrsta sameiginlega línuskautaleiðangur sinn í gærkvöld. Að vísu var Undrið (4) í kerru. Anna kom sjálfri sér á óvart með glæsilegum stíl og tækni í sinni fyrstu ferð á línuskautum. Við hin vissum alltaf innst inni að þetta yrði henni leikur einn. Mér þykir verst hve mikið stúss er að koma sér í tilheyrandi hlífðarbúnað og skautana sjálfa en við erum sérlega vel í sveit sett til að stunda þetta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?