<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 27, 2007

Málsháttur ársins 

Þetta valt út úr páskaeggi Undursins (5) fyrr í vor og hefur legið á borði mínu eins og hver önnur högnakylfa síðan:
-Þurrlendi[svo] er oft ranglega álitið sem stórmennska og feimni sem fáviska-
Ég tileinka málsháttinn fv. skógarbónda, Segurði A.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Bjartsýnn og jákvæður 

Snillingur (8) kvartaði dálítið undan bólu á utanverðri höku í gær:
S: -Heldurðu ekki, pabbi, að þetta geti verið fyrsti skeggbroddurinn minn að vaxa í vitlausa átt?
P: -Ætli þú sért nú ekki frekar bara að breytast í ungling...
S: -Yess!


föstudagur, apríl 20, 2007

Rás 2 - síðdegisútvarp 

"Í dag ræðum við um rannsókn á kynlífi Íslendinga, en þeir eiga heimsmet á tilteknu sviði innan þeirra fræða. Einnig fjöllum við um reiðina." (Yfirlitskynning í upphafi þáttar).
Svo missti ég af þessari merku umfjöllun.


þriðjudagur, apríl 17, 2007

Óvænt 

Derby County Football Club hringdi í mig í gær!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?