<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Barnalán 

Snillingur (10) var sendur í viðtal í dag í skólanum. Þar var að frásögn hans að dæma um að ræða könnun apparats sem fjallar um skólastarf almennt: ekki einelti eða slíkt. Hann var annar fulltrúi síns árgangs en einnig voru viðstaddir nemendur úr árgöngunum sitt hvoru megin við hans:

- Um hvað var nú spurt?
- Bara, ýmislegt: hvernig manni liði í skólanum og hvað mætti gera betur á lóðinni og svona.
- Já, og var þetta skemmtilegt?
- Já, bara fínt. Við fengum smákökur!
- Og þú hefur vonandi ekkert verið að taka lán í bönkum án þess að láta mig eða mömmu vita, er það nokkuð?
- Nei, pabbi.
- Og varla kötturinn?
- Æ - pabbi!

Vonandi að smákökur verði í boði framvegis í viðtölum hans.

Undrið (7) kvaðst aðspurð ekki hafa séð tunglið nýlega þegar að var spurt á leið heim úr ballett.

- En það er þarna, pabbi!
- Nei, hva, er þetta ekki friðarsúlan?
- Þetta er tunglið, bak við skýin.
- Mér sýnist þetta vera friðarsúlan eða hvað, nei annars, - þarna er friðarsúlan, aðeins lengra til hægri.
- Já, sérðu ekki að hún er miklu hærri en tunglið, pabbi.
- Ó!

Undrið hafði rétt fyrir sér.
Síðar um kvöldið kom aftur upp ágreiningur og þá spurði ég:

- Hefurðu alltaf rétt fyrir þér?
- Nei, pabbi - auðvitað ekki - bara næstum alltaf.

Undrið er efnilegt stúlkubarn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?