<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 15, 2010

Borgarstjórinn 

Leið okkar lá í miðborgina uppúr hádegi á Menningarnótt 2009. Fyrsti áfangastaður var Tjörnin. Þar var hægt að fá að róa einn dágóðan hring á traustum árabátum og nánast engin röð þegar við birtumst. Næstur á undan mér og börnunum var maður með lítinn hund og strákling. Það vakti athygli mína hve óstressaðir þessir feðgar og hundur voru í öllu fasi. Einnig þótti mér eitthvað kunnuglegt við manninn.
Allir í mínu gengi fengu að róa og þetta atriði reyndist svo þegar upp var staðið eitt það ljúfasta þessa Menningarnótt. Þegar ég kom í land sá ég betur manninn með son og hund. Þegar þeir gengu burt spurði ég börnin hvort þau hefðu þekkt hann, enda ekki laust við að bæði hefðu nokkuð séð til hans í sjónvarpi. Nei - ekki var nú það.

- Þetta var hann Jón Gnarr.
- Nei, þetta var bara venjulegur maður, sögðu þá börnin.

Í dag verður þessi venjulegi maður borgarstjóri og kannski var hann þarna að skoða væntanlegan vinnustað frá nýju sjónarhorni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?